Upplýsingafulltrúi heilbrigðismála La Rioja á Spáni lést úr hjartaáfalli

frettinAndlát, Fjölmiðlar, HeilbrigðismálLeave a Comment

Spænska blaðakonan og upplýsingafulltrúi héraðsstjórnar La Rioja, Sandra Carmona, lést skyndilega í svefni á heimili sínu snemma á miðvikudag af völdum hjartaáfalls. Carmona var 42 ára og tveggja barna móðir.

Blaðamannafélagið La Rioja í norðurhluta Spánar sendi frá sér yfirlýsingu og sagðist harmi slegið vegna þessara sorgarafrétta. „Sorgin er meðal okkar allra sem þekktum hana og umfram allt núverandi samstarfsfólki hennar í heilbrigðisráðuneytinu og samskiptateymi héraðsstjórnar La Rioja sem hún gekk til liðs við á meðan á heimsfaraldri stóð“.

Carmona, sem var fædd í Calahorra 5. júní 1980, varð stjórnandi upplýsingamála spænsku héraðsstjórnarinnar í La Rioja á norðuhluta Spánar á heilbrigðissviði í september 2021. Þar áður var hún kynnir og ritstjóri Rioja Televisión og Diario La Rioja.

Carmona var ötull talsmaður hinna svonefndu C-19 „bóluefna“ og þess að fólk léti sprauta sig með þeim. Sjálf var Carmona að fullu „bólusett“ við COVID.

Skildu eftir skilaboð