Eiginkona fyrsta ráðherra velsku ríkisstjórnarinnar lést skyndilega 66 ára gömul

frettinAndlát, StjórnmálLeave a Comment

Eiginkona fyrsta ráðherra heimastjórnar Wales, Clare Drakeford, er látin. Andlátið var staðfest af talsmanni velsku ríkisstjórnarinnar á laugardag.

Í yfirlýsingunni segir: „Harmi slegin tilkynnum við skyndilegt fráfall Clare Drakeford, eiginkonu fyrsta ráðherrans. Hugur allra í velsku ríkisstjórninni er hjá fjölskyldunni á þessum tíma og við biðjum um að friðhelgi einkalífs þeirra verði virt. ”

Mark og Clare Drakeford gengu í hjónaband árið 1977 og eiga þrjú börn saman. Hjónin bjuggu í Cardiff þegar frú Drakeford lést. Frú Drakeford var 66 ára og hefur dánarorsök ekki verið gefin upp.

Fyrsti ráðherrann hefur lítið talað um fjölskyldulíf sitt en í febrúar 2021 upplýsti hann að hann hefði verið í einangrun frá eiginkonu sinni mestan hluta ársins 2020 meðan á kórónuveirunni stóð til að halda henni og aldraðri móður hennar öruggum heilsunnar vegna.

Wales Online sagði frá.

Skildu eftir skilaboð