England og Wales: 11% fleiri umframdauðsföll í 3. viku 2023 miðað við meðaltal síðustu fimm ára

frettinErlent, UmframdauðsföllLeave a Comment

Nýjar opinberar tölur Hagstofu Englands og Wales (ONS) sýna að í vikunni 14.-20. janúar á þessu ári urðu samtals 15.804 andlát. Alls voru 1.568 þessara andláta umfram fimm ára meðaltal, sem þýðir að umframdauðsföll voru 11% fleiri en vænta mátti.

Samtals eru 781 andlát eða 4,9% sögð vegna COVID og því eiga 11% umframdauðsföll miðað við fimma ára meðaltalið sér einhverja aðra skýringu.

Gríðarlega aukning dauðsfalla er staðreynd víða í heiminum eftir að fjöldabólusetningar með hinum svonefndu COVID „bóluefnum“ hófust og nýlega sagði Fréttin frá feikilegri aukningu umframdauðsfalla í Þýskalandi árin 2021 og 2022, sem lesa má um hér.

Á Íslandi voru umframdauðsföll í kringum 20% sem þýðir að 20% fleiri hafi dáið á Íslandi árið 2022 en bú­ast mátti við út frá meðaltali ár­anna 2015-19. Aukningin er því töl­fræðilega ein­stak­ur viðburður.

Skildu eftir skilaboð