58 umsóknir um skaðabætur vegna Covid „bólusetninga“ en engar greiðslur átt sér stað

frettinCovid bóluefni, Skaðabætur1 Comment

Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða við lög um sjúkratryggingu greiðast bætur til þeirra sem gangast undir bólusetningu á Íslandi gegn COVID-19 sjúkdómnum á árunum 2020 til 2023 með bóluefni sem íslensk heilbrigðisyfirvöld leggja til. Bótaskylda nær til tjóns sem hlýst af eiginleikum bóluefnisins eða rangri meðhöndlun þess, þ.m.t. við flutning þess, geymslu, dreifingu eða bólusetningu af hálfu heilbrigðisstarfsmanns.

Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) hefur borist 58 umsóknir um bætur vegna Covid „bólusetninga,“ en engar bætur hafa enn verið greiddar út.  Í sumar sögðu fjölmiðlar frá því að þrír hefðu fengið greiddar bætur en það er byggt á misskilningi samkvæmt upplýsingum frá SÍ.

Fréttin leitaði svara við því hvers vegna engar bætur hefðu enn verið greiddar. Deildarstjóri réttindasviðs SÍ sagði „að þessi málaflokkur hafi verið viðbót sem SÍ var falin og samkvæmt frumvarpi til laga var gert ráð fyrir stöðugildum til þess að sinna verkefninu, en að þau stöðugildi hafi hins vegar ekki borist og hefur biðtíminn því orðið ansi langur.“  

Lyfjastofnun hafa borist 6,197 tilkynningar vegna gruns um aukaverkun í kjölfar bólusetningar gegn COVID-19, þar af 307 alvarlegar. Talið er að á bilinu 1-10% aukaverkana séu tilkynntar til yfirvalda.

Til samanburðar hafa t.d. Singapore og Tæland hafið bótagreiðslur fyrir þó nokkru. En nánast öll ríki sem keyptu „bóluefnin“ sem enn eru á tilraunarstigi (u.þ.b. til sumars 2023) tóku á sig ábyrgð lyfjafyrirtækjanna sem engar skaðabætur borga á meðan að efnin hafa ekki fengið markaðsleyfi.

One Comment on “58 umsóknir um skaðabætur vegna Covid „bólusetninga“ en engar greiðslur átt sér stað”

  1. Er þetta þá ekki orðið lögreglumál? Eða ætlar sá hluti valdsins að þegja?

Skildu eftir skilaboð