Hlutabréf Pfizer ekki lækkað eins mikið á einum mánuði síðan 2009

frettinLyfjaiðnaðurinn, ViðskiptiLeave a Comment

Erlendir miðlar greina frá því að hlutabréf Pfizer hafi ekki lækkað meira í einum mánuði síðan árið 2009 eins og þau gerðu í nýliðnum janúarmánuði. Eru fjárfestar sagðir sjá fram á erfiðleika framundan með Covid vörur fyrirtækisins.

Í janúar lækkuðu hlutabréfin um 14% og þurrkaðist þá út um 40 milljarða dala markaðsvirði. Í afkomuskýrslu sinni á þriðjudag kynnti Pfizer að útlit væri fyrir minni söluhorfur en áætlanir gerðu ráð fyrir varðandi Covid „bóluefnið“ og Paxlovid töflulyfið.

Gerir Pfizer ráð fyrir að sölutekjur fyrirtækisins vegna þessara lyfja muni lækka um 60% á þessu ári m.a. vegna þess að Bandaríkin stefna loksins á að afnema á þessu ári yfirlýstu neyðarástandi fyrir lýðheilsu vegna Covid sem ríkt hefur þar í landi í þrjú ár. Þar með mun fyrirtækið ekki lengur geta treyst á að fá stöðugar og öruggar tekjur í gegnum samninga sem byggðust á þessu yfirlýsta neyðarástandi.

Eins og kunnugt er hækkuðu hlutabréf Pfizer mikið vegna hins svonefnda Covid heimsfaraldurs þar sem mRNA Covid „bóluefni“ og Paxlovid töflulyf fyrirtækisins skiluðu fyrirtækinu milljörðum dollara í sölutekjur.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð