Írland: 20% aukning dauðsfalla síðustu átta vikur miðað við fyrra ár

frettinErlent, UmframdauðsföllLeave a Comment

Dánartilkynningar á írsku vefsíðunni rip.ie voru 9.718 á átta vikna tímabili frá 1. desember 2022 til 25. janúar 2023. Það er 20% aukning miðað við síðasta ár, þegar þær voru 8.075 á sama tímabili.

Þessi gríðarlega aukning dauðsfalla hefur valdið miklum vanda fyrir útfararstofur, sjúkrahús og líkhús á Írlandi t.d. við geymslu líkanna og við skipulagningu jarðarfara.

Fjöldinn nú er einnig töluvert meiri en þær 8.135 dánartilkynningar sem birtar voru á sama tímabili 1. desember 2020 til 25. janúar 2021, en þá átti að ríkja versta tímabil hins svonefnda Covid-faraldurs.

Fyrir Covid-faraldurinn voru 6.802 dánartilkynningar birtar á átta vikna tímabilinu frá 1. desember 2018 til 25. janúar 2019, sem er næstum því 3.000 færri dánartilkynningar en undanfarnar átta vikur til 25. janúar á þessu ári.

Sama aukning hér á landi og víða annars staðar

Í gær sagði Fréttin frá mikilli aukningu umframdauðsfalla í Englandi og Wales á tímabilinu 14. - 20. janúar. Í fréttinni kom einnig fram að á Íslandi höfðu umframdauðsföll aukist um 20%  á síðasta ári sem þýðir að 20% fleiri hafi dáið á Íslandi árið 2022 en bú­ast mátti við út frá meðaltali ár­anna 2015-2019. Aukningin er því töl­fræðilega ein­stak­ur viðburður.

Þá sagði Fréttin frá því í fyrradag að 276% aukning hefði orðið á umframdauðsföllum í Þýskalandi í fyrra miðað við árið 2020.

Öll þessi lönd; Írland, Ísland, Þýskaland, England og Wales eiga það sameiginlegt að hafa stundað fjöldabólusetningar á þegnum sínum við Covid með tilraunabóluefnum.

Skildu eftir skilaboð