Bandarísk yfirvöld hafa skotið niður meintan kínverskan njósnaloftbelg sem hefur verið á ferð yfir Bandaríkjunum og sást fyrst yfir Montana ríki í gærmorgun.
AP-fréttaveitan segir að kínverski belgurinn hafi verið skotinn niður í rúmlega 18 þúsund metra hæð við Myrtle Beach, Suður-Karólína kl. 14:00 á staðartíma.
Kínversk stjórnvöld sögðu að því miður hefði ómannað loftfar þeirra flogið inn í bandaríska lofthelgi fyrir mistök. Unnið er að því að finna brak loftbelgsins sem sagður er vera á stærð við þrjá strætisvagna.
Kínverska utanríkisráðuneytið sagði að hinn meinti njósnabelgur væri „loftskip frá Kína - loftskip sem notað er í rannsóknir, aðallega í veðurfræðilegum tilgangi“.
Hér má sjá leiðina sem belgurinn ferðaðist:
3 Comments on “Bandarísk yfirvöld skutu niður meintan kínverskan njósnabelg”
Það er nú engin staðfesting til um að þessi loftbelgur sé njósnabelgur annað enn gjammið í kananum!
Þú ættir að vanda uppsettninguna á þessari frétt aðeins betur?
Það er búið að bæta við fréttina því sem kínversk yfirvöld sögðu.
takk fyrir það Þórdís. ég virði það við þig að þú hlustar á gagnrýni og leiðréttir rangfærslur það er öðru farið um starfsfélaga þinn á DV hann Kristján Kristjánsson hann ræðst á þá persónulega með níði sem senda á hann leiðréttingar í skjóli síns vinnuveitanda.
https://www.dv.is/eyjan/2022/08/27/hjalpum-ara/
Eins og ég hef áður sagt þá er Kristján Kristjánsson á DV ekki blaðamaður, hann er atvinnumótmælandi sem fær borgað fyrir að hripar niður sínar fantasíur í skjóli rustlmiðilsins DV. Eins og ég hef verið að benda þér á þá eru fleiri miðlar enn RUV eða Heimildin (Stundin og Kjarninn) sem bera út rangfærslur, MBL, Visir, DV Stöð 2 eru allt miðlar sem má gagnrína fyrir MJÖG óvönduð vinnubrögð þegar kemur að fréttaflutningi!
Fjölmiðlarnir hér þurfa að fara mjög varlega í það að gleypa það sem er ritað á þessum vestrænu propaganda fréttaveitum sem eru kostaðar af klappliðinum sem fylgir BNA öllu fram í rauðan dauðan, við búum í samfélagi sem er skipulega heilaþvegið af áróðri BNA frá því þú kemur úr móðurkviði. Svo ef einhver vogar sér að gagnrína það er sá hin sami stimplaður Rússarunkari eða eitthvað álíka af því að viðkomandi fylgir ekki þessari breiðu fylkingu sem er að matreiða heiminn þannig að hann sé svartur og hvítur, að þetta sé góða fólkið (BNA, NATO) og hinir (Rússland, Kína) séu einræðisherrar, stríðsglæpamenn eða eitthvað þaðan af verra!