Blaðamenn meginstraumsmiðla álíta sig hlutlægari en almenningur telur þá eiga að vera

ThordisFjölmiðlar, RíkissjóðurLeave a Comment

Blaðamenn meginstraumsfjölmiðla álíta sig sanngjarnari og hlutlægari í fréttaflutningi sínum en almenningur telur þá eiga að vera. Þetta sýnir rannsókn sem Pew Research Center gerði sl. sumar.

Rannsóknin leiddi í ljós að  76% fullorðinna í Bandaríkjunum eru sammála um að „blaðamenn ættu alltaf að leitast við að veita öllum hliðum jafnt vægi," en aðeins 44% blaðamanna eru sömu skoðunnar og telja því að allar hliðar málsins eigi ekki alltaf rétt á jafnri umfjöllun.

Það var blaðamaðurinn  og rithöfundurinn Michael Schellenberger sem vakti nýlega athygli á rannsókninni.

Því yngri og frjálslyndari sem blaðamaðurinn er, því líklegri er hann til að telja að allar hliðar verðskuldi ekki jafna umfjöllun.

Rannsóknin leiddi einnig í ljós að þeir blaðamenn sem kvarta oftast undan „röngum upplýsingum“ og „falsfréttum“ eru þeir hinir sömu og eru andvígastir því að allar hliðar fái jafnt fréttavægi.

75% blaðamanna, samkvæmt könnuninni, telja sig skila góðu verki þegar kemur að umfjöllun um helstu fréttir dagsins, en aðeins 41% almennings er sömu skoðunnar.

Þá hafa eldri blaðamenn mun meiri áhyggjur af frelsi fjölmiðla í framtíðinni.

Skildu eftir skilaboð