Ný drög að heimsfaraldurssáttmála WHO – ætlunin að takmarka tjáningarfrelsið

frettinTjáningarfrelsi, WHOLeave a Comment

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) gaf út þann 1. febrúar sl. ný drög, Net Zero, að alþjóðlegum heimsfaraldurssáttmála sem mun veita hinni ókjörnu alþjóðlegu heilbrigðisstofnun nýtt vald til að takast á við allt sem hún telur „rangt, villandi og telur rangar upplýsingar eða upplýsingaóreiðu,“ verði sáttmálinn samþykktur.

WHO hefur undanfarin ár reynt að ná þessu mikla valdi yfir tjáningarfrelsi sem og lífi almennings og stefnir stofnunin nú á að leggja lokaskýrslu fyrir Alþjóðaheilbrigðisþingið (WHA), til ákvörðunar, í maí 2024.

Fyrsta tilraun WHO  til að skapa alþjóðaalræði í heilbrigðismálum mistókst í vor á Alþjóðaheilbrigðisþinginu (WHA). Angló-saxískar þjóðir (og fylgihnettir þeirra) greiddu atkvæði með sáttmálanum. En andstaðan var sterk þar sem tæplega fimmtíu Afríkuríki greiddu atkvæði á móti og sameinuðust um sameiginlega yfirlýsingu. Það gerðu einnig fleiri ríki eins og Kína. Brasilíumenn voru óstýrilátir að vanda og hótuðu að segja sig úr félagsskapnum.

Í þessu sambandi er rétt að benda á að WHO er ekki lengur sú stofnun sem hún var og ætlað að vera þegar hún var stofnuð árið 1948. Heldur er stofnunin komin undir stjórn auðkýfinga sem nýta sér stofnunina í fjárhagslegum tilgangi. Þetta hefur m.a. Astrid Stuckelberger, fyrrum starfsmaður WHO bent á og sagt að stofnunin hafi verið breytt í gróðafyrirtæki auðkýfinga.

Verði þessi nýi sáttmáli samþykktur verður hann lagalega bindandi samkvæmt alþjóðalögum og 194 aðildarríki WHO (sem eru 98% allra landa heims) yrðu að fara að kröfum sáttmálans um að taka á „röngum upplýsingum“.

Nýjustu drögin eru svipuð fyrri útgáfum sáttmálans en ákvæðum um rangar upplýsingar er lýst í 17. grein („Efling heimsfaraldurs og læsi á lýðheilsu“).

Þessi hluti sáttmálans kallar á aðildarríkin að „takast á við rangar, villandi, rangar upplýsingar eða upplýsingaóreiðu, þar á meðal með því að efla alþjóðlega samvinnu.

Aðildarríkin eru einnig hvött til að stjórna „upplýsingaflæði“ (e. infodemic) - hugtak sem WHO hefur búið til sem vísar til „of mikið af upplýsingum, þar á meðal rangar eða villandi upplýsingar í stafrænu og raunverulegu umhverfi meðan á sjúkdómsfaraldri stendur. Nánar tiltekið er aðildarríkjum sagt að stjórna þessum svokölluðu upplýsingagjöfum „með skilvirkum leiðum, þar á meðal samfélagsmiðlum.“  Gildissvið þessa sáttmála nær einnig út fyrir meðlimahóp WHO. Í 16. greininni („nálgun allra stjórnvalda og alls samfélagsins á landsvísu“) eru aðildarríki hvött til að eiga samstarf við aðila utan ríkis sem og einkageirann sem hluta af „viðbrögðum alls samfélagsins við ákvarðanatöku, innleiðingu, eftirlit og mat, auk skilvirkra endurgjafaraðferða.“

WHO sjálf hefur verið uppspretta rangra upplýsinga

Eins og með allar tilraunir til að ritskoða efni sem taldar eru rangar upplýsingar, þá vekur þessi heimsfaraldurssáttmáli spurningar um hvernig þessi svokölluðu yfirvöld munu ákveða hvað rangar upplýsingar eru. Sérfræðingar eru nú farnir að viðurkenna að margar fullyrðingar sem einu sinni var ýtt undir að væru sannar af yfirvöldum, eins og fullyrðingin um að Covid bóluefni myndu koma í veg fyrir sýkingu, séu alrangar.

Þessar spurningar eru sérstaklega viðeigandi í þessu tilviki vegna þess að WHO er þekkt fyrir villandi upplýsingar á fyrstu stigum heimsfaraldursins sem magnaði upp fullyrðingar frá kínverskum yfirvöldum um að engar skýrar vísbendingar væru um að Covid-veiran smitaðist milli manna.

Þá má hér sjá heimildarmynd um að WHO hafi tekið þátt í og stutt ófrjósemisaðgerð í Afríku undir því yfirskyni að verið væri að bólusetja gegn stífkrampa.

Heimild 

Skildu eftir skilaboð