Skoska translöggjöfin: Tilfinningar og staðreyndir

frettinPáll Vilhjálmsson, TransmálLeave a Comment

Eftir Pál Vilhjálmsson:

Staðreynd er að jafnaði hægt að sannreyna. Annað einkenni staðreynda er að þær geta ekki aðeins átt heima i huga einhvers. Til að staðreynd standi undir nafni þarf hún að vera aðgengileg, í það minnsta fræðilega, utan vitundarinnar. Annars er aðeins um að ræða hugmynd og gæti sem best verið ranghugmynd.

Tilfinningar eru alltaf þess sem hefur þær, eða segist hafa þær, og ekki er hægt að sannreyna. Af því leiðir eru tilfinningar aldrei staðreyndir. Allir hafa rétt á sínum tilfinningum en enginn hefur þann rétt að aðrir deili þeim tilfinningu. Hvað þá að tilfinning eins sé tekin sem staðreynd af öðrum.

Það er ekki nóg að safna liði, kalla sig minnihlutahóp, og telja sér trú um ofsóknir. Sérviska fárra verða ekki sannindi þótt sérvitringarnir komi fleiri saman.

Janet Daley, dálkahöfundur Telegraph, spyr hvenær það gerðist að tilfinningar ruddu staðreyndum úr vegi í opinberri umræðu. Tilefni orða Daley er skoska translöggjöfin, sem kveður á um að tilfinningin fyrir kyni, stundum kölluð kynvitund, standi ofar hlutlægri staðreynd, sem er líffræðilegt kyn. Ímynd ofar staðreynd. Vitund brýtur á bak aftur handfastan veruleika.

Hvernig atvikaðist það að ímyndanir og tilfinningar, heldur Daley áfram, komu í stað staðreynda? Sjá menn ekki að það grefur undan undirstöðu réttlætis? Hlutlæg sannindi eru grunnstoðir laga og stjórnskipunar.

Sjónvarpsmaðurinn Bill Maher rekur tilfinningaáráttu samtímans til brjálsemi sem viðgekkst í sumum þjóðríkjum á síðustu öld - alltaf með hörmulegum afleiðingum.

Tilfinningar og ímyndanir eiga sinn stað í lífi hvers og eins. En ef tilfinningar og ímyndanir ráða ferðinni í samfélagslegum málefnum er útkoman einboðin; óreiða og siðleysi.

Skildu eftir skilaboð