Heimildarmyndin „Barist fyrir frelsi“ með Evrópuþingkonunni Anderson komin út

frettinKvikmyndir, StjórnmálLeave a Comment

Í lok desember sagði Christine Anderson þingmaður Þýskalands á Evrópuþinginu frá því að kvikmyndatökumaður hafi fylgt henni í nokkra mánuði á síðasta ári í störfum hennar á Evrópuþinginu. Útkoman er heimildarmyndin "Fighting for Freedom" eða „Barist fyrir frelsi“ sem nú er komin út.

Anderson hefur vakið gríðarlega athygli fyrir ötula frelsisbaráttu sína ásamt nokkrum öðrum þingmönnum Evrópusambandsins undanfarin misseri. Hún hefur verið óhrædd við að tjá sig um og upplýsa um einræðistilburði og spillingu hinna ráðandi afla hvort sem í hlut hafa átt stjórnmálamenn, embættismenn eða alheimsforréttindahópar.  

Á síðasta ári steig Anderson í ræðustól þegar forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau, heimsótti þingið og sagði hann vera til skammar. „Herra Trudeau, þú ert til skammar fyrir hvaða lýðræði sem er. Vinsamlegast hlífðu okkur við nærveru þinni, sagði Anderson“ Þar var þingmaðurinn að vísa til harkalegra viðbragða ríkisstjórnar Trudeau gegn „Frelsislestinni“ svonefndu, þar sem þúsundir kanadískra vörubílstjóra voru m.a. að berjast gegn þvinguðum „bólusetningum“.

Anderson segir frá því í myndinni að skilaboðum hafi rignt yfir hana á eftir og að almenningur þurfi svo á því að halda að einhver sem hefur verið lýðræðislega kjörin standi upp og segi eitthvað við því sem hefur verið að gerast. „Hver sá sem hefði sagt eitthvað í þessa veru hefði fengið sömu viðbrögð,“ bætti hún við. Hún sagði líka að aðeins lítill hluti þingmanna hafi mætti í þingið til að hlýða á ræðu hans, sem hún sagði hafi verið ákaflega leiðinglega og litlausa.

Frægt varð einnig þegar Anderson spurði varaforseta AstraZenecaIskra Reic, á fundi þingnefndar um Covid mál sl. haust, hver bæri ábyrgð á lyginni varðandi „bóluefnin,“ fyrirtækið eða ríkisstjórnir heims. „Hver laug, svaraðu bara þeirri spurningu, þakka þér fyrir,“ sagði Anderson við Reic.

Myndbandið hefst með orðum hennar: „Þetta snýst ekki lengur um vinstri eða hægri, þetta snýst um lýðræði og að verja lýðræðið og um fólkið gegn einhvers konar alheimsforréttindahópi eða einhverju slíku, það er þetta sem þetta snýst raunverulega um.“

Hér má horfa á myndina.

Skildu eftir skilaboð