Fullyrðir að Vesturlönd hafi komið í veg fyrir vopnahlé milli Rússlands og Úkraínu

ThordisÚkraínustríðið1 Comment

Vopnahlé milli Rússlands og Úkraínu var mögulegt skömmu eftir að átök milli ríkjanna hófust í febrúar á síðasta ári. Hins vegar herma nýjustu fregnir að stuðningsmenn Kyiv á Vesturlöndum hafi komið í veg fyrir samningaviðræður milli nágrannaríkjanna tveggja.

Þetta fullyrðir Naftali Bennett, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, í viðtali á ísraelsku stöðinni Channel 12. Bennett sem hafði milligöngu um friðarviðræðurnar segir að Vesturlönd hafi hindrað að vopnahlé yrði milli Rússlands og Úkraínu.

Í viðtali á ísraelsku stöðinni Channel 12 sagði Bennett að tilraunir hans sem milliliður Moskvu og Kyiv hafi nánast borið árangur þar sem bæði ríkin höðu samþykkt að gefa eftir og kalla eftir vopnahléi.

„Aftur á móti gerðist það ekki þar sem Vesturlönd sem styðja Úkraínu komu í veg fyrir að það gæti átt sér stað,“ sagði hann.

Bennett heldur því fram að það hafi verið ákveðið af Vesturlöndum að halda stríðinu áfram og loka á friðarferlið og sagði: „Ég fullyrði að það voru góðar líkur á að ná vopnahléi. En ég er ekki að halda því fram að það hefði verið hið rétta.“

Lofaði að drepa ekki Zelenskyy

Bennett sagði einnig frá því að honum hafi tekist að tryggja loforð frá Pútín um að hann „myndi ekki að drepa Zelenskyy“ sem óttaðist um líf sitt og að Pútin hafi einnig verið reiðubúinn að draga til baka kröfu sína um afvopnun Úkraínu, og Zelenskyy að láta af væntingum sínum um að ganga í NATO.

Hér má sjá viðtalið í heild við fyrrverandi forsætisráðherrann.

One Comment on “Fullyrðir að Vesturlönd hafi komið í veg fyrir vopnahlé milli Rússlands og Úkraínu”

  1. Það fer ekki hætt um þetta viðtal á hinum miðlunum?
    Það var nú búið að kona fram að Rússland og Úkraína voru komin með drög að riðasamningi í Mars í fyrra
    UK og BNA komu í veg fyrir allar friðarviðræður.

Skildu eftir skilaboð