Gott aðgengi að kúgun

frettinPáll Vilhjálmsson, Pistlar2 Comments

Eftir Pál Vilhjálmsson:

Opinber stofnun og tvenn félagasamtök, að mestu á opinberu framfæri, tóku að sér að tyfta unga konu fyrir að hafa rangar skoðanir og tilheyra óboðlegum félagsskap samkynhneigðra.

Iva Marín Adrichem, söng­kona og laga­nemi, hyggst leita réttar síns vegna á­kvörðunar Ferða­mála­stofu um að klippa hana út úr kynningar­mynd­bandi sem frum­sýnt var í haust, að þeirra sögn á grund­velli skoðana hennar á trans­fólki.

Tilvitnunin er úr Fréttablaðinu. Þar má einnig lesa rökstuðning Ferða­mála­stofu, Sjálfs­bjargar  og Ör­yrkja­banda­lags Ís­lands sem klipptu Ivu úr myndbandi vegna kvörtunar frá „transfólki“ sem fannst ótækt að Iva sæist í myndbandi um gott aðgengi. Þar segir m.a.

Megintilgangur verkefnisins er að fræða og upplýsa. Þegar í ljós kemur að leikari eða sögumaður viðhefur skoðanir sem ganga gegn réttindum fólks er hætta á að sett markmið náist ekki með birtingu þess.

Takið eftir orðalaginu „viðhefur skoðanir sem ganga gegn réttindum fólks“. Það má sem sagt ekki hafa skoðanir „gegn réttindum fólks“. Réttindi eru ekki af guði gefin. Þau verða til í samfélagi skoðanaskipta og umræðu.

Frelsi til skoðana og tjáningar er undirstaðan annarra réttinda. Mannréttindi og afleidd réttindi fengust eftir að almenningur fékk frelsi til að tjá hugsanir sínar án hættu á refsingu. Með slaufun og félagslegri útilokun fyrir „rangar“ skoðanir er borðið dekkað fyrir fasista sem leyfa aðeins eina skoðun og ekki önnur réttindi en þau að þegja og hlýða.

Gott aðgengi að kúgun er réttnefni á verkefni Ferðamálastofu, Sjálfsbjargar og Öryrkjabandalagsins.

2 Comments on “Gott aðgengi að kúgun”

 1. Íva er meðstofnandi Íslandsdeildar samtaka sem einbeitt vinna að mismunun gegn transfólki.

  LBG Alliance eru móðursamtökin og Íslandsdeildin heitir núna Samtökin 22.

  Athugið að samtökin sleppa T úr LGBT til að leggja áherslu á að samtökin séu ekki fyrir hinsegin transfólk (sem þau viðurkenna ekki að séu til, ss hinsegin transfólk)

  Samtökin (sem eru stofnuð af samkynhneigðu og tvíkynhneigðu fólki) sjá tilvist og almenna viðurkenningu transfólks sem vandamál fyrir samkynhneigða og tvíkynhneigða.

  Annar stofnenda er Eldur Ísidór, sem hefur verið aktífur í aktivisma gegn transfólki.

  Þegar fólk vinnur aktíft gegn réttindum viðkvæms minnihlutahóps,
  þá er ekki við öðru að búast að einhver fyrirtæki eða stofnanir vilji ekki tengja sig við það fólk.

  Fyrirtæki og stofnanir vilja yfirleitt fá aðstoð við markaðssetningu frá fólki með jákvæða ímynd.

  Fólk hefur svo ekki fulla stjórn yfir ímynd sinni og getur ekki stjórnað hvernig aðrir sjá það.

  Það er mjög óraunhæf krafa að krefja fyrirtæki eða stofnun um það að nota manneskju sem vinnur gegn samstöðu og fjölbreytni í markaðsðherferð sem byggir á samstöðu og fjölbreytni.

 2. Ég man ekki til þess að hafa heyrt annað frá „transfólki“ en „eyddu þessu!“ „taktu þetta niður!“ „þetta er hatursorðræða!“ „rektu þennan!“ og „það er verið að útrýma okkur!“
  Þau virka ekki á mig sem gott fólk. Bara alls ekki.

Skildu eftir skilaboð