Seðlabankinn braut persónuverndarlög á Þorsteini Má

frettinPersónuvernd1 Comment

Per­sónu­vernd hef­ur úr­sk­urðað að varðveisla Seðlabanka Íslands á per­sónu­upp­lýs­ing­um um Þor­stein Má Bald­vins­son for­stjóra Sam­herja hafi ekki sam­rýmst lög­um um per­sónu­vernd. Þetta kem­ur fram í úr­sk­urði sem birt­ur er á vef Per­sónu­vernd­ar og mbl.is segir frá.

Gögnunum var safnað við hús­leit Seðlabank­ans hjá Sam­herja í mars árið 2012, þar sem Sam­herji var grunaður um brot á gjald­eyr­is­lög­um en ekk­ert varð úr þeim mála­til­búnaði Seðlabank­ans.

Per­sónu­vernd úr­sk­urðaði áður að varðveisla upp­lýs­ing­anna hafi verið lög­mæt en Þor­steinn Már óskaði eft­ir end­urupp­töku með vís­an til nýrra upp­lýs­inga. Per­sónu­vernd samþykkti það og sneri fyrri úr­sk­urði sín­um að hluta til. Þor­steinn Már höfðaði málið í eig­in nafni. Hann sagði í sam­tali við Morg­un­blaðið að þetta væri enn eitt brotið Seðlabank­ans gegn stjórn­end­um og starfs­fólki Sam­herja.

Úrskurðinn má lesa hér.

One Comment on “Seðlabankinn braut persónuverndarlög á Þorsteini Má”

  1. Hvers vegna skrifar fréttin.is ekkert um gengdarlausar vaxtahækkanir seðlabankans??

Skildu eftir skilaboð