Málfrelsi boðar til málfundar: Iva Adrichem fjallar um reynslu sína

frettinTjáningarfrelsi, WokeLeave a Comment

Málfrelsi – samtök um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi, efna til málfundar þriðjudaginn 14. febrúar. Fundurinn verður haldinn á Húrra, Tryggvagötu 22 (gengið inn Naustamegin) kl. 20.

Þorsteinn Siglaugsson, formaður Málfrelsis, fjallar um sjálfsmyndarstjórnmál, „woke“ hugmyndafræði og einkenni hennar og hvernig misbeiting hennar vegur að tjáningarfrelsinu og lýðræðinu.

Iva Adrichem fjallar um reynslu sína af útilokun og þöggun í íslensku samfélagi.

Að erindum loknum verða opnar umræður sem Arnar Þór Jónsson, stjórnarmaður í Málfrelsi stýrir.

Skildu eftir skilaboð