Ráðstefnan sem helstu fjölmiðlar tóku sig saman um að segja ekki frá

frettinFjölmiðlar, Ráðstefna, VísindiLeave a Comment

Dagana 21.-22. janúar sl. var haldin alþjóðleg ráðstefna í Stokkhólmi í Svíþjóð, sem bar heitið Pandemic Strategies: Lessons and Consequences, og gæti útlagst á íslensku sem Heimsfaraldursáætlanir: Lærdómur og afleiðingar. Umræðuefnið var COVID faraldurinn og því sem honum hefur fylgt.

Þarna komu saman 15 læknar, vísindamenn og lögfræðingar frá Bandaríkjunum, Kanada, Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Belgíu, Sviss, Ísrael, Úkraínu og Noregi, ásamt sjö Svíum.

Á ráðstefnunni komu fram m.a. Dr. Robert Malone, stundum kallaður „faðir“ mRNA tækninnar, og Dr. Aseem Malhotra sem Svala Magnea Ásdísardóttir blaðamaður náði viðtali við á meðan á ráðstefnunni stóð og lesa má hér.

Fréttin bendir lesendum á heimasíðu ráðstefnunnar á Läkaruppropet þar sem sjá má upptökur af erindum á ráðstefnunni sem og pallborðsumræðum. Um er að ræða afar fróðlegt efni sem á erindi til allra sem vilja kynna sér þau atriði sem hafa ráðið hvað mestu um líf fólks undanfarin þrjú ár eða svo og munu hugsanlega gera næstu árin.

Á vefsíðunni Läkaruppropet má finna meira efni en frá sjálfri ráðstefnunni sem áhugasamir geta heimsótt reglulega til að finna fróðlegt efni.

Skildu eftir skilaboð