Er P.S.R og græðgi ástæða lestaróhappanna í Bandaríkjunum?

frettinErlentLeave a Comment

Gríðarlegt mengunarslys varð í Ohio á föstudagskvöldið þegar lest með hættulegum eiturefnum fór út af sporinu. Uppi eru sögusagnir um að koma hefði mátt í veg fyrir óhappið ef viðvörun um hita í hjólum lestarvagna hefið verið sinnt en í stað þess var áhöfn lestarinnar skipað að halda áfram för lestarinnar. Helstu fjölmiðlar Bandaríkjanna þegja um málið og dæmi eru um að blaðamenn hafi verið handteknir fyrir að reyna að upplýsa um atvik á svæðinu.

Þá varð annað lestaróhapp nálægt Houston í Texas í gær. Lestaróhöppin ættu ekki að koma á óvart en á síðasta ári stefndi í fyrsta verkfall járnbrautarstarfsmanna hjá sjö markaðsráðandi járbrautafyrirtækjunum í Bandaríkjunum í 30 ár þar sem ekki náðust samningar um kaup og kjör.

Helsta ágreiningsatriði í þeim viðræðum hefur verið greiðsla launa í veikindum starfsmanna.  Ólíkt næstum 80% bandarískra verkamanna er járnbrautarstarfsmönnum ekki tryggður einn einasti greiddur veikindadagur. Heldur verða þeir starfsmenn sem þurfa að vera frá vegna veikinda eða þurfa að leita til læknis að nota orlofstíma, sem þarf að biðja um með nokkurra daga fyrirvara. Með öðrum orðum, ef starfsmaður vill taka sér frí til að jafna sig eftir flensu, þarf hann að tilkynna vinnuveitanda sínum um þessa daga áður en hann smitast í raun og veru. Þegar járnbrautarfyrirtækin neituðu að semja um sér leyfi og greiðslur vegna veikinda hótuðu járnbrautarstarfsmenn verkfalli.

Biden-stjórnin stöðvaði boðað verkfall

Í september sl. nýtti Biden-stjórnin heimildir sínar til að leggja fram málamiðlunarsamning milli verkalýðsfélaganna og járnbrautafyrirtækjanna. Samkvæmt samningnum samþykktu fyrirtækin 24% launahækkun fyrir árið 2024, árlega 1.000 dollara bónusa og „frystingu“ á heilbrigðiskostnaði. Samkvæmt samkomulaginu áttu járnbrautarfyrirtækin hins vegar aðeins að þurfa að greiða einn veikindadag á ári til viðbótar því að þau afnæmu viðurlög gagnvart starfsmanni sem mætti ekki til vinnu en aðeins ef ástæða fjarverunnar gæti talist neyðartilvik. Meðlimir fjögurra af 12 verkalýðsfélögum höfnuðuð þessari málamiðlun í atkvæðageiðslu og því stefndi í verkfall með tilheyrandi tjóni fyrir bandarískt hagkerfi.

Biden og stjórn hans gafst ekki upp og bað þingið um að lögfesta samkomulagið og þannig koma í veg fyrir verkfall járnbrautarstafsmanna og það var gert og ekkert varð úr verkfallinu sem átti að hefjast 9. desember sl.
Hví vilja járnbrautafélögin ekki greiða veikindadaga?

Hvers vegna ættu fyrirtæki sem eiga ekki í neinum vandræðum með að samþykkja 24% launahækkun, 1.000 dollara bónus og hámark á heilsugæsluiðgjöld að neita að greiða laun í veikindum starfsmanna sinna?

Svarið er í stuttu máli "P.S.R." —  precision-scheduled railroading eða nákvæmnisáætlun járnbrauta. P.S.R. er rekstrarstefna sem miðar að því að lágmarka hlutfallið milli rekstrarkostnaðar járnbrautanna og tekna þeirra með ýmsum kostnaðarskerðingum og (að því er virðist) hagræðingaraukandi aðgerðum. Grunnhugmyndin er að auka vöruflutninga með því að nota færri starfsmenn og færri lestarvagna.

Ein leið til að gera þetta er að gera lestir lengri. Ein 100 vagna lest krefst minna brautarrýmis en tvær 50 vagna þar sem það þarf að halda nokkurri fjarlægð á milli þeirra síðarnefndu. Þá krefst ein mjög löng lest færri áhafnarmeðlima en tvær meðalstórar.

Önnur leið til að fá meira með minna er að hagræða tímasetningum þannig að lestir fari hratt yfir og eins ört og mögulegt er.

Allt þetta hefur reynst illa fyrir starfsmenn járnbrauta en undanfarin sex ár hafa helstu vöruflutningafyrirtæki Bandaríkjanna fækkað starfsmönnum sínum um 30%. Til að vinna þessa fækkun upp verða þeir starfsmenn sem eftir eru að þola óreglulegar vaktir og lítinn frítíma.

Þjónustan versnað eftir upptöku P.S.R 

Því miður reynist P.S.R. virka betur í orði en á borði fyrir alla utan fjárfestana á Wall Street sem knúðu það fram að P.S.R. yrði tekið upp til að þeir geti hagnast meira. Í könnun American Chemistry Council sögðu 46% efnaframleiðenda að lestarþjónustan væri að versna en aðeins 7% sögðu að hún væri að batna.

Þetta er ástæðan fyrir því að lestarfyrirtækin samþykkja ekki kröfuna um laun í veikindum. Þau eru þegar undirmönnuð og standa sig ekki og geta járnbrautirnar ekki leyft ófyrirséðum fjarvistum að verða verulega algengari án þess að hætta með P.S.R. stefnuna, eða annars verða fyrir enn tíðari truflunum og kvörtunum viðskiptavina.

Þá geta sendendur ekki leitað annað með flutningana vegna þess að eftir áratuga samþjöppun eru aðeins sjö járnbrautarfyrirtæki í flokki I. Fjögur þessara fyrirtækja ráða saman yfir 83% af vöruflutningamarkaðinum.

Gríðarlegur hagnaður lestarfyrirtækjanna eftir upptöku P.S.R.

Á síðasta ári voru sjö ráðandi járnbrautafyrirtækin í Bandaríkjunum með samanlagðar nettótekjur upp á 27 milljarða dollara, næstum því tvöföldun á framlegð þeirra eins og hún var fyrir áratug. Í millitíðinni hafa járnbrautirnar sameiginlega úthlutað 146 milljörðum dala í arðgreiðslur og hlutabréfakaup á meðan þeir fjárfestu aðeins 116 milljarða dala í eigin rekstri.

Lestarfyrirtækin hafa efni á að gera ívilnanir á launum. Það er ekki svo íþyngjandi fyrir þau að hækka laun um talsverða fjárhæð þegar starfsfóki hefur verið fækkað um 30% og enn er stefnt að fækkun. Að veita járnbrautarstarfsmönnum hins vegar hefðbundið launað leyfi myndi ógna rekstaraðferðinni, aðferð sem hefur hjálpað til við að næstum tvöfalda hagnað fyrirtækjanna undanfarinn áratug, fjárfestum á Wall Street til ómældrar ánægju.

Stefna járnbrautarfyrirtækjanna byggist á því að meðhöndla járnbrautarstarfsmenn eins og þeir séu nánast óaðskiljanlegir frá járnbrautarvögnunum sem þeir aka.

Dæmigerður lestarvagn krefst viðhalds með fyrirsjáanlegu millibili en þarfnast ekki ófyrirséðs frídags til að hitta lækni vegna óútskýrðs sársauka eða til að heimsækja ástvin á sjúkrahúsinu.
Sömu eigendur lestarfyrirtækjanna og lyfjarisana

Króatíski Evrópuþingmaðurinn og fyrrum dómarinn Mislav Kolakusic deildi í nóvember sl. myndbandi þar sem hann leitaðist við að svara þeirri spurningu hverjir raunverulega stjórni heiminum. Þar sagði hann að Blackrock, Vanguard, State Street, fjárfestingarsjóðir sem flest fólk hefur ekki heyrt af stjórna verðmætum að fjárhæð meira en 15 trillion dollara (ísl. 15 billjónir dollara). Þessir sjóðir eiga hlut í öllum mikilvægum lyfjafyrirtækjunum, fjölmiðlum, hergagnaframleiðendum, flutningafyrirtækjum og bönkum.

Þar fór Kolakusic með hárrétt mál og má t.d. benda á að stærstu eigendur Norfolk Southern eins af stærstu járnbrautarfyrirtækjum Bandaríkjanna eru Vanguard, JP Morgan, Black Rock og State Street, eins og sjá mér hér fyrir neðan.

Fleiri myndir frá Ohio.

Byggt m.a. á grein Intelligencer.

Skildu eftir skilaboð