Svíþjóð fargar Covid „bóluefnum“ að andvirði 20 milljarða íslenskra króna

ThordisCovid bóluefni, Erlent1 Comment

Svíþjóð þarf að farga 8,5 milljónum skömmtum af Covid „bóluefnum“ þar sem engin spurn er lengur eftir efninu. Þetta kom fram í frétt sænska ríkisútvarpsins SR Ekot. Richard Bergström, fyrrverandi umsjónarmaður bólusetninga í Svíþjóð, gagnrýnir sænsku lýðheilsustofnunina fyrir að hafa ekki skapað meiri eftirspurn til að fá Svía til að fara í fleiri „bólusetningar.“

Ekot segir að Svíar ætli að fargi nánast 8,5 milljónum skömmtum Covid sprautuskammta sem jafngildir um það bil fimmtungi allra keyptra Covid „bóluefnaskammta“ í Svíþjóð. „Svíar vilja ekki lengur taka sprautuna,“ sagði Bergström segir við Ekot:

„Stærsti hlutinn eru skammtar sem fólk vildi ekki; þriðja, fjórða eða fimmta skammt. Það var þegar búið að kaupa þá og núna verður að fleygja efninu.“

Skammtar fyrir 1,5 milljarða sænskra króna í ruslið

Bergström, sem sagði upp starfi sínu sem umsjónarmaður bóluefna síðastliðið haust, bendir á að honum hafi sjálfum verið ljóst, að lýðheilsustofnunin myndi mæla með haustskammti örvunarsprauta „fyrir alla.“ En að sögn Bergströms var stofnunin svo óljós með það og því féll eftirspurnin niður. Andvirði „bóluefnanna“ sem þarf að farga er 1,5 milljarður sænskra króna (um 20 milljarðar ísl. kr.). Ríkisútvarpið segir að enginn frá lýðheilsustofnuninni hafi viljað koma í viðtal.

Ísland fargað 211 þúsund skömmtum


Fréttin sagði frá því í október sl. að samkvæmt svari heilbrigðisráðuneytisins hafi Ísland þurft að farga 211 þúsundum skömmtum af Covid bóluefnum. Íslenska ríkið hefur a.m.k. keypt 2,4 milljónir skammta af Covid sprautuefnum og greitt um 3,9 milljarða kr. frá upphafi faraldurs samkvæmt svari frá heilbrigðisráðuneytinu. Samkvæmt vefnum Covid.is hafa tæplega 880 þúsund skammtar verið gefnir hér á landi.

Auk þess hefur ríkið greitt 750 milljónir kr. til Gavi Covax bandalagsins sem sér um að dreifa Covid bóluefnum til efnaminni þjóða.

One Comment on “Svíþjóð fargar Covid „bóluefnum“ að andvirði 20 milljarða íslenskra króna”

Skildu eftir skilaboð