New York Times stefnir ESB vegna textaskilaboða Ursulu von der Leyen og forstjóra Pfizer

frettinCovid bóluefni, EvrópusambandiðLeave a Comment

Dagblaðið New York Times dregur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fyrir dómstóla þar sem stofnunin hefur enn ekki birt textaskilaboð milli framkvæmdastjóra sambandsins, Ursulu von der Leyen og Albert Bourla forstjóra Pfizer, varðandi bóluefnakaup Evrópusambandsins.

Dagblaðið mun takast á við lögfræðinga ESB í hæstarétti sambandsins með þeim rökum að framkvæmdastjórnin standi frammi fyrir lagalegri skyldu til að birta skilaboðin, sem gætu innihaldið upplýsingar um samninga sambandsins um að kaup á COVID-19 bólefunaskömmtum fyrir margra milljarða evra.

Málið var höfðað 25. janúar og birt á opinberri málaskrá Evrópudómstólsins á mánudag, en engar nákvæmar upplýsingar eru enn aðgengilegar á netinu. Tveir sem þekkja til málsins staðfestu upplýsingar um málið við dagblaðið POLITICO.

Rannsókn í gangi hjá saksóknaraembætti ESB

Saksóknaraembætti Evrópusambandsins (European Public Prosecutor’s Office) staðfesti í október að rannsókn væri á kaupum á COVID-19 bóluefnum Evrópusambandsins. Þessi sérstaka staðfesting kom í kjölfar gríðarlega mikilla almannahagsmuna. Engar frekari upplýsingar verða gerðar opinberar á þessu stigi, segir í tilkynningu frá embættinu.

Þessi yfirlýsing kom í kjölfar nefndarfundar hjá Evrópuþinginu í síðustu viku þar sem fulltrúi frá Pfizer fullyrti að Covid-19 sprautuefnin hefðu aldrei verið prófuð með tilliti til þess hvort þau kæmu í veg fyrir dreifingu smita.

Evróusambandið keypti 4,6 milljarða sprautuskammta af Pfizer, en íbúar ESB eru 450 milljónir, sem þýðir um 10 skammtar á hvern ESB íbúa.

Tengsl Ursulu við lyfjarisana


Hin þýska Ursula von der Leyen forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er gift þýska lækninum Heiko von der Leyen. Hann er einn af stjórnendum lyfjafyrirtækisins Orgenesis, sem er í eigu Pfizer. Orgenesis tók þátt í gerð C-19 mRNA „bóluefnisins“ frá Pfizer.

Það vill svo til að Pfizer er sama fyrirtækið og Ursula skrifaði undir leynisamninga við fyrir hönd ESB um upp á 71 milljarð evra um kaup á stjarnfræðilegu magni, eða 4,6 milljörðum skammta, af C-19 mRNA tilraunabóluefninu, sem eru um 10 skammtar á hvern einstakling í ESB ríkjunum.

Evrópuþingmaðurinn Cristian Terhes er einn þeirra sem hefur vakið athygli á málinu:

Skildu eftir skilaboð