Könnun fjölmiðlanefndar: Hötuðustu hóparnir aðrir en þeir sem stöðugt eru auglýstir sem slíkir

Erna Ýr ÖldudóttirErna Ýr Öldudóttir, Fjölmiðlar, Hatursorðæða, Mannréttindi, Pistlar3 Comments

Athygli hefur vakið könnun sem fjölmiðlanefnd lét Maskínu framkvæma fyrir sig undir yfirskriftinni „Upplýsingaóreiða og skautun í íslensku samfélagi“, en hún birtist á vef nefndarinnar í dag.

Þar segir m.a.:

„Upplifun á hatursfullum ummælum, einelti eða áreiti og hótunum um ofbeldi á netinu hækkar milli ára á Íslandi í nýrri skýrslu Fjölmiðlanefndar sem nefnist „Upplýsingaóreiða og skautun í íslensku samfélagi.“ Ögranir og/eða háð hafði þá neikvæð áhrif á þátttöku tæplega helmings þátttakenda (43%) í umræðum á netinu. Það veldur áhyggjum að svo hátt hlutfall fólks í samfélaginu upplifi óöryggi í umræðum á netinu og haldi sig að einhverju leyti til hlés.“

Bera valdhafar ábyrgð á mikilli andúð í garð fólks?

Eitt af því sem könnunin sýnir er hvaða hópa fólks þátttakendum hennar mislíkar mest við. Þessi hluti könnunarinnar var gerður að sænskri fyrirmynd.

Niðurstaðan gefur til kynna að hötuðustu hópar fólks séu langt frá því að vera þeir sem stjórnmálamenn, fjölmiðlar og hagsmunasamtök hamra stöðugt á að séu helstu fórnarlömb haturs og andúðar.

Samkvæmt niðurstöðu könnunarinnar eru hötuðustu hóparnir eftirtaldir:

  1. Andstæðingar bólusetninga með 58,2%
  2. Andstæðingar þungunarrofs með 56,3%
  3. Loftslagsafneitunarsinnar með 52,3%

Þessi niðurstaða er sláandi. Orðræða Alþingismanna, ráðherra, ýmissa talsmanna og samtaka bendir til þess að allt aðrir hópar en þessir þrír, eða næstu þrír o.s.frv. séu mest útsettir fyrir útbreiddu hatri og andúð.

Reyndar mætti velta því upp hvort að orðræða sem upprunnin er hjá stjórnvöldum eigi þátt í því að þrír ofantaldir hópar eru svona hataðir.

Orðræða valdhafa ekki í samræmi við raunveruleikann

Mikið er nú fjallað um hatur og andúð, bögglast er með reglusetningar og lagafrumvörp. Miklum fjármunum er varið í að verja og styðja þá hópa sérstaklega, sem samkvæmt orðræðu ofantalinna aðila, eru taldir verða fyrir mesta hatrinu og andúðinni. 

Í samanburði virðist það þó vera sáralítið miðað við hötuðustu hópa fólks skv. þessari könnun Maskínu fyrir fjölmiðlanefnd.

Segja mætti að niðurstaða könnunarinnar sýni svart á hvítu að allri athyglinni og fjármununum í þessum málaflokki væri ef til vill betur borgið annarsstaðar.

Niðurstaðan um þá sem kynnu helst að vera útsettir fyrir hatri og andúð er talsvert önnur en orðræða valdhafanna hefur gefið til kynna fram að þessu.

 

3 Comments on “Könnun fjölmiðlanefndar: Hötuðustu hóparnir aðrir en þeir sem stöðugt eru auglýstir sem slíkir”

  1. Kapitalistar og útgerðarmenn skora hátt…

    Þetta segir okkur það að hatursfyllsta fólk landsins eru kommúnistar. Annað ljóst mál af þessu er að fólk horfir of mikið á RÚV.

  2. Vandamálið er það að svona skoðunakannanir hafa áhrif á skoðanir fólks, þetta gerist í öllum kostningum þar sem stærsta vopn spillingaaflanna eru skoðanakannanir!

    Það sem er í gangi núna hvað varðar fjölmiðla er það að svo ofboðlega fáir sem hugsa sjálfstætt. flestir vilja fylgja fjöldanum og vera í klappliðinu vegna þrýstings frá globalistunum sem stjórna upplýsingaflæðinu og þar með umræðuni!

  3. 0.7% Karlar ? 20.3% feministar ? Hafa þessir sem könnunina tóku ekki lesið DV þar sem hatur og níð á karlmönnum er sport en feminiskar öfgar og árásir gegn karlmönnum tilbeðnar sem dyggð og réttlæti. Það þarf að athuga þessa könnun og þær sem tóku hana.

Skildu eftir skilaboð