Rafmagnsbílar verða alltaf of fáir og ferðafrelsið verður takmarkað

frettinRafmagnsbílar, UmhverfismálLeave a Comment

Rannsakandinn og rithöfundurinn Whitney Webb ræddi í viðtali fyrir skemmstu um það hvert stefndi með rafbílavæðingunni.

Þar sagði hún m.a. að umhverfissinnarnir einblíni á koltvísýringinn en ef þeim væri raunverulega annt um umhverfið myndu þeir upplýsa fólk um það hversu eyðileggjandi þessi námuvinnsla [fyrir batteríframleiðsluna] væri fyrir umhverfið og hvaða áhrif hún hefði á íbúana sem búa í grennd við námurnar.  

Þá sagði hún: „Ef þú spyrð fólk eins og Bill Gates... þá segir þetta fólk: „Allur forði heimsins af litíum, kóbalti og nikkeli verður að vera algjörlega nýttur ef við viljum jafnvel komast nálægt rafbílabyltingunni.“

Hún bætti  við: „Og jafnvel þótt þeir geri það með öllum þeim úrræðum sem við vitum að við höfum, þá myndi það ekki duga til skaffa það magn einkabíla sem eru í notkun í dag - það verða mun færri bílar.

Orð Whitney Webb voru þarna í samræmi við niðurstöðu finnskrar skýrslu þar sem fram kom  að ekki væri nóg til af litíum og kóbalti í heiminum til að endurnýja rafhlöður rafmagnsbíla á 10 ára fresti. Webb benti einnig á að takmarkanir á freðafrelsinu hefðu þegar verið teknar upp í Bretlandi á nokkrum stöðum þegar hún sagði:  

„Fyrirmyndin er nú þegar komin þarna úti, hún var sýnd nýlega í Bretlandi. Þú getur ekki keyrt út úr þínu hverfi og allt það bull. Það verður miklu meiri stjórnun, [á] ferðafrelsinu. Jæja, það mun í raun ekki verða neitt ferðafrelsi, ferðafrelsinu mun verða stjórnað.“

Hér fyrir neðan má hlusta á varnaðarorð Webb:

Skildu eftir skilaboð