Karlmaður var í kvennaklefa Dalslaugar – ekki hægt að banna það segir starfsfólk

frettinTransmál13 Comments

Konu brá nokkuð í brún þegar hún gekk inn í búningsklefa kvenna í Dalslauginni í Úlfarsárdal í gær.  Í klefanum var karlmaður á bilinu 16-18 ára að klæða sig í fötin.

Samkvæmt starfsfólki laugarinnar er þetta leyfilegt ef viðkomandi upplifir sig „trans“ þrátt fyrir að vera enn með sín upprunalegu kynfæri. Sundlaugargestum sem er illa við þetta fyrirkomulag er vinsamlegast bent á að nota sérklefa.

Fréttin hafði samband við Dalslaug og ræddi við starfsstúlku að nafni Áslaug sem staðfesti að svona væri þetta, ekki megi banna fólki af hinu kyninu að nota „ranga“ klefa þrátt fyrir að það væri ekki búið að skipta um kynfæri. Blaðamaður sem er kvenkyns spurði hvort hún gæti þá sagst vera karlmaður og notað karlmannsklefann. „Já, það er í lagi, við getum ekki bannað þér það.“

Í raun gæti þá hvaða karlmaður sem er gengið inn í kvennaklefann og hvaða kvenmaður sem er inn í karlaklefann?  Svarið var „já en það má alltaf fara í sérklefa ef fólk vill.“

Sömu reglur gilda í öðrum sundlaugum Reykjavíkurborgar samkvæmt starfsmanni Laugardalslaugar.  Spurt var hvers vegna transfólki væri ekki boðið upp á sérklefa í stað þess að bjóða þeim upp á það sem að öllu jöfnu nota almenna kynjaskipta klefa. Svarið var að beina þyrfti frekari spurningum til yfirmanna sundlauganna sem ekki voru við störf í dag.

Vegna Dalslaugar var bent á að senda fyrirspurn á [email protected] og vegna Laugardalslaugar var bent á að hafa samband við Árna Jónsson forstöðumann.

Haft var samband við sundlaug í Hafnarfirði þar sem þau svör fengust að ekki væri vitað til þess að svona tilvik hefði komið upp þar og líklega yrði þetta ekki leyft.

13 Comments on “Karlmaður var í kvennaklefa Dalslaugar – ekki hægt að banna það segir starfsfólk”

  1. Andlega veikt fólk er farið að stjórna samfélaginu, sem segir heilmikið um okkur hin sem leyfum þeim að taka af okkur völdin.

    við þyrftum öll að kalla svokallaða „trans“ manneskju réttu nafni; andlega veik manneskja með kynáttunarvanda. Þetta er ekki til að gera lítið úr þeirra þjáningu eða veikindum, þau eru alvarleg, en það er enn alvarlegra þegar samfélagið er farið að taka undir og styðja ranghugmyndir andlega veiks fólks.

    Að skapa sjúkt samfélag til að hugnast andlega veiku fólki, er að bregðast þeim, okkur sjálfum og þeim sem á eftir okkur koma …

  2. Það gætu verið nokkrir tugir í búningsklefa, á allur sá fjöldi að troðast í sérklefa útaf einum einstakling?
    Nú virðist minnsti minnihlutinn ráða ferðinni. Það er nýtt hjá mannkyninu.

  3. Endalaust væl og stöðug krafa öfgafullra raunveruleika fyrrtra v ánhugsandi trans dýrkenda hefur orsakað þetta óþolandi ástand. Þegar kona sér fúlskeggjaðann karlmann í kvennaklefanum þá er henni um leið skilda að þóknast skeggjuðu “ konunni “ og ljúga að allt og öllum og sjálfum sér og fullyrða að þetta sé raunveruleg kona, sem allir vita samt að er alls ekki satt né rétt og bara snar bilað óraunverulegt rugl og kjaftæði af verstu gerð.
    Hvað þarf eiginlega að gerast til að fólk sætti sig við að andleg veikindi geðveila og ýmindunarveikt fólk verði ekki öllum öðrum í þjóðfélaginu rétthærri og ekki síst raunveruleikanum sannleiknum og heilli hugsun sterkari.
    Fólk sem krefst þess að hugsana brenglun ýmindun og geðræn vandamál sèu normaliseruð og ráði hugsun annara getur ekki búist við heilbrigðu né eðlilegu þjóðfélagi sem lifir í sátt og samlyndi.
    Andlega veikt fólk á að fá sálfræði eða geðhjálp en það á ekki að setja það inn í búningsklefa hins kynsins bara til að þóknast þeim veika. Veitum þeim nauðsynlega aðstoð og sérfræði kunnáttu til að bæta líðan þeirra og sætta þau við sjálft sig raunveruleikann eins og hann er.

  4. Sleppa að hafa klefana kynjaskipta. Þá þá þurfa þeir sem eru á móti fólki sem er trans ekkert að hafa áhyggjur. Áhugavert að sjá að það eru bara karlar sem eru að lýsa hneykslun sinni við þessa grein.

  5. Það er verið að brjóta á réttindum kvenna.já ég meina KVENNA!!

  6. „Fullorðin manneskja starir á kynfæri barns í búningsklefa“ væri betri titill á þessa frétt..
    Frekar krípí.

  7. Sorry trans ætti að nota sérklefa ef hún/hann er að fara í sund .
    Takk fyrir….????

  8. Sorry trans ætti að nota sérklefa ef hún/hann er að fara í sund .
    Takk fyrir….????

  9. Jens, nei ég er algjörlega ósammála þér!
    Það á að banna kynskiptiaðgerðir, þú ert það sem þú fæðist!

  10. Ónei, þvílík hörmung. Hlýtur að þýða endalok heimsins, himininn er að hrynja.

    Þvílíkur stormur í vatnsglasi

  11. Í fyrsta lagi, það er ekkert „trans.“ Það eru KONUR og KARLMENN. Stelpur og strákar. Punktur. Heilbrigðu fólki þykir ekki þægilegt að spígspora nakið fyrir framan ókunnuga af hinu kyninu, hvað þá krökkum og unglingum á kynþroskaaldri að þurfa að vera nakið innan um fullorðið fólk, hvað þá perverta. ClusterB geðsjúklingarnir– lúxus-ríkisborgararnir, narsissistarnir, athyglissjúklingarnir og sjálfskipuðu fórnarlömbin með fornöfn, forréttindatilköll og/eða kynferðisblæti – vita fátt betra en að neyða aðra til að taka þátt í kynferðisfantasíum sínum og ranghugmyndaorgíum og stuðningsmenn þeirra í Transkengúrukabal ríkisins hafa sýnt í orði og á borði að þeir reiðubúnir að misnota börn andlega og líkamlega til að tryggja að lúxus-ríkisborgararnir fái öll sín forréttindi og sérréttindi á silfurbakka. Þetta er geðveiki á sterum.

Skildu eftir skilaboð