Litla krukkan með stóru áhrifin

frettinGuðrún Bergmann, HeilsanLeave a Comment

Eftir Guðrúnu Bergmann:

Ég hef í rúm þrjátíu ár hvatt jafnt konur sem karla til að nota ekki svitalyktareyði sem í er ál (aluminum). Ál er skaðlegur málmur fyrir lífverur og getur komist inn í mannslíkamann eftir mörgum leiðum, meðal annars í gegnum drykki (úr áldósum), innöndun, notkun á svitalyktareyðum og í gegnum bóluefni.[i]

Við þekkjum flest konur sem hafa fengið krabbamein í brjóst og heyrt að samhliða brottnámi á því meini séu eitlar undir höndum líka teknir. Þar sem algengt er að ál sé í svitalyktareyðum, gæti það hafa valdið skaða þar.

NÁTTÚRULEGUR SVITALYKTAREYÐIR

Fyrir einhverja tilviljun rakst ég á litla krukku í hillunum hjá Hemp Living fyrir rúmi ári síðan og spurði hvað í henni væri. Fékk að vita að það væri svitalyktareyðir og ákvað að prófa hann. Við tilraunina komst ég að raun um að hann fellur pottþétt í flokk með mínum uppáhalds CBD vörum og ég hef ekki notað annan svitalyktareyði síðan.

Í honum eru kannabínóðar, sem eru ríkir af andoxunarefnum sem ásamt öðrum innihaldsefnum róa húðina. Jafnframt draga innihaldsefnin úr ertingu undir handarkrikunum, án þess að hindra húðina í að losa eiturefni í gegnum svita. Ég set smá krem á putta á hvorri hönd á morgnana og nudda í handarkrikana og er vel varin það sem eftir er dags. Þú finnur afsláttarkóða neðst í greininni – ef þig langar til að kaupa eina krukku – eða fleiri.

ÆTUR SVITALYKTAREYÐIR

Ég á nú ekki von á að þú farir að spæna svitalyktareyðinn í þig, en ef þér dytti það í hug er í lagi að gera það, því öll innihaldsefni í þessari litlu krukku eru æt. Í svitalyktareyðinum er CBD sem unnið er úr lífrænt ræktuðum iðnaðarhampi og sítrus-límónuilmur, sem undirstrikar náttúrulegt heilnæmi og eykur vellíðan, auk þess sem kremið kemur jafnvægi á pH gildið í handarkrikunum.

Lífrænt ræktuð örvarrót og matarsódi sjá svo um að vinna gegn lyktarmyndun. Um næringu húðarinnar sjá svo lífrænt sheasmjör, kókosolía og E-vítamín. Til að fullkomna þessa formúlu eru í kreminu ómegaolíur, vítamín og steinefni.

LEIÐBEININGAR UM NOTKUN

Endoca svitalyktareyðinn minnkar svitamyndun og mildar lykt. Gott er að geyma hann á dimmum stað í vari fyrir miklum hita og sólarljósi og gæta þess að hann berist ekki í augu, sem þýðir að gott er að þvo hendurnar eftir að hann hefur verið borinn á.

Endoca er eitt af þessum frábæru framleiðslufyrirtækjum, sem uppfylla ströngustu kröfur um gæði ræktunar og framleiðslu með tilheyrandi eftirliti og vottun. Allar vörur þeirra eru þróaðar í GMP vottuðum rannsóknarstofum undir ströngu lyfjafræðilegu eftirliti. Í þeim eru einungis náttúruleg innihaldsefni, glútenlaus og vegan, án erfðabreytinga, tilbúinna lyktarefna, litarefna, eiturefna, rotvarnarefna o.s.frv. og ekki er notast við tilraunir á dýrum í framleiðslunni.

MEIRA UM CBD

Langt er í frá að allar CBD vörur séu svipaðar. Þar getur m.a. munað um ólíkar ræktunar- og vinnsluaðferðir og sömuleiðis eru því miður dæmi um að raunverulegt magn af CBD sé minna en upp er gefið. Þess vegna þarf að velja framleiðendur af kostgæfni og þar er Endoca mjög ofarlega í flokki.

CBD hefur verið mikið í umræðu víða um heim að undanförnu vegna fjölbreyttra áhrifa sinna til bættrar heilsu. Víðfeðmar undirbúningsrannsóknir gefa sterkar vísbendingar um ýmis jákvæð áhrif af tengingum CBD kannabínóða (e. cannabinoid) við endókannabínóðakerfið (e. endocannabinoid system (ECS)) sem verið hefur til staðar í lífríkinu og um leið manninum frá örófi alda.

Neytendaupplýsingar: Þú finnur Endoca svitalyktareyðinn í verslun Hemp Living við Urriðaholtsstræti 24 í Garðabæ – eða á vefsíðunni www.hempliving.is – Lesendur greina minna geta nýtt sér afsláttarkóðann gb23 til að fá 15% afslátt í verslun eða á vefsíðu af öllum vörum Hemp Living.

Skildu eftir skilaboð