Norsk árás á þýsku þjóðina

frettinErlent, Hallur Hallsson, Úkraínustríðið3 Comments

Hallur Hallsson skrifar:

Í byrjun júní 2022 samþykkti meirihluti norska Stórþingsins varnarsamning við Bandaríkin sem markaði  mestu þáttaskil í norskum utanríkismálum frá 1949 þegar Noregur gekk í Nato. Vinstri & hægri blokkirnar tóku höndum saman undir forystu Jónasar Gahr Støre forsætisráðherra gegn jaðarflokkum. Fjórar bandarískar herstöðvar í Noregi fengu sömu stöðu og Keflavíkurflugvöllur í den; bandarísk lög og leynd gilda innan herstöðvanna; Rygge Østfold í nágrenni Moss, Sola skammt frá Stafangri, Evenes og Ramsund í N-Noregi.

#image_title

Árás innan mánaðar

Innan við mánuði frá samþykkt Stórþingsins höfðu Noregur og Bandaríkin gert árás á þýsku þjóðina með því sprengja Nord Stream gasleiðsluna 29.júní 2022. Árásin í Eystrasaltinu er ein skæðasta efnahagsárás sögunnar og hafði í för með sér stórfellda metan mengun. Bandarískar sérsveitir komu sér fyrir í Noregi við skipulagningu og Norðmenn völdu staðinn í Eystrasalti skammt frá Borgundarhólmi.

Norsk P-8 þota varpaði stýri bauju í sjóinn þremur dögum fyrir sprenginguna örlagaríku sem svipti Þjóðverja ódýru gasi og skilur eftir berskjaldaða fyrir vetrarhörkum.  Samþykkt Stórþingsins var keyrð í gegn um þingið í upphafi sumars meðan norska þjóðin hafði hugann við sól og sumar. Árásin er auðvitað á rússneska gasleiðslu en þýska þjóðin er þolandi sem á allt undir ódýru gasi. Þýskir stjórnmálamenn hafa snúist gegn þýskum almenningi í pólitísku valdatafli.

Rússum kennt um

Rússum er kennt um árásina sem Jói Biden hótaði með Ólaf Stolz kanslara sér við hlið í Washington í febrúar 2022. “We will bring an end to it,“ sagði Biden. Bandaríski verðlauna blaðamaðurinn Sy Hersh uppljóstraði um árásina í ítarlegri grein en CNN, Washington Post og New York Times þagga. Þýskir falsmiðlar hafa  þurft að hagræða og breyta skoðun sinni á Hersh. Fyrir uppljóstrun sína kallaði Der Spiegel Hersh „...legendary American journalist, world famous“ sem upplýsti um My Lai fjöldamorðin í Víetnam 1970 og pyntingar í Abu Ghraib fangelsinu í Írak 2004.

Eftir uppljóstrun er Hersh „...controversial who in a poorly written blog post“ heldur því fram að US hafi sprengt gasleiðsluna. Þetta er auðvitað bara grátbroslegt. Ég hef ekki séð falsmiðlar okkar segja frá uppljóstrun Sy Hersh. Þeir sjá ekki, heyra ekki, segja ekkert. Hversu vandræðaleg er vestræn blaðamennska, hversu vandræðaleg er íslensk blaðamennska?

3 Comments on “Norsk árás á þýsku þjóðina”

  1. Það er nú merkilegt að ekki sé búið að taka á málunum innan UN?
    Það ætti að skrúfa fyrir gassölu Norðmanna til meginlands Evrópu og setja viðskiptabann á bæði BNA og Noreg

    Hvar er nú lýðræðisríkið Íslands þegar það snýr að þessu hryðjuverki?

  2. Hersch rannsækiði My Lai og Abu Ghraib eftir hans þrítugasta ár; þá er skapgerð hans þróuð. Hann má ekki breytast í einskonar svikari á gömlum degi sínum.

  3. Jæja Margrét, þá ertu komin með norskt bandarískt nettröll í kommentin hjá þér 🙂

Skildu eftir skilaboð