Læknir leiddur út af lögreglu eftir að fjalla um virkni Ivermectin gegn Covid

frettinCOVID-19, IvermektínLeave a Comment

Dr. John Littell, heimilislækni til 25 ára, var fylgt út af lögreglu á stjórnarfundi í Sarasota Memorial sjúkrahúsinu á Flórdía eftir að hafa borið vitni um góða virkni lyfsins Ivermectin gegn COVID-19 sjúkdómnum. Verið var að kynna skýrslu um Covid vinnureglur á sjúkrahúsinu. Stjórnin greiddi atkvæði 7-2 til að samþykkja skýrsluna um reglurnar,“ sagði Chris Nelson, sjálfstæður blaðamaður sem var á staðnum.

Littell læknir uppskar mikið lófaklapp eftir vitnisburð sinn.

Hér má sjá ræðu hans:

Eftir vitnisburðinn var Dr. Littell vísað út af fundinum í lögreglufylgd.

Blaðamaðurinn Nelson, sagðist þurfa að fara út úr sjúkrahúsbyggingunni til að fá að taka viðtal við Dr. Littell.

Hér má horfa á viðtal Nelsons við Littell.

„Mun spítalinn gefa út yfirlýsingu um hvers vegna Dr. John Littell var vísað úr salnum af lögreglunni í dag?“ spurði Nelson í tölvupósti sem hann sendi til sjúkrahússins. „Er til skýrsla um atvikið? Ég ætla láta það fylgja fréttinni minni,“ bætti hann við.

Framhald af viðtali blaðamannsins við Dr. Littell má sjá hér.

Skildu eftir skilaboð