Nordstream-hryðjuverkið: Hitamál í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Orkumál, Öryggismál, UtanríkismálLeave a Comment

„Við erum ekki hingað komin til að óska eftir réttarhöldum í öryggisráðinu,“ sagði Vassily Nebenzia, sendiherra Rússlands, í á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, sl. þriðjudag. 

Ráðið stóð fyrir heitum umræðum vegna beiðni Rússlands um rannsókn á því hversvegna Nordstream-gasleiðslurnar fóru í sundur í Eystrasalti, í septemberlok 2022.

Þess í stað sagði rússneski sendiherrann að aðalritari Sameinuðu þjóðanna sé „einhver sem við treystum“ til að leiða rannsókn málsins. Fram væri komin „vísbending um að sprengiefni hefði verið komið fyrir“ við lagnirnar á æfingu Norður-Atlantshafsbandalagsins (NATO) sumarið 2022. Hann vísaði til fréttar bandaríska rannsóknarblaðamannsins Seymour Hersh sem fullyrti að stjórnvöld í Washington væru viðriðin málið.

Bandaríkin: „Samsæriskenningar af internetinu“

„Þessi blaðamaður er að segja sannleikann,“ sagði Nebenzia við meðlimi ráðsins. „Málið er stærra en rjúkandi byssuhlaup í Hollywood ræmu. Þetta snýst um er grundvallarreglu réttlætis; og það er í ykkar höndum og við getum leyst þetta í dag.“

Bandaríski sendiherran John Kelley kvað fundinn vera „ósvífna tilraun til að slá ryki í augu fólks“ í aðdraganda neyðarfundar Allsherjarþings SÞ í tilefni eins árs afmælis innrásarinnar í Úkraínu, 24. febrúar í fyrra. 

Hann sakaði rússneska sendiherrann um að nota fundinn til að „skipta um umræðuefni og dreifa samsæriskenningum af internetinu.“ Til viðbótar sagði hann ásakanir um skemmdarverk „algjörlega úr lausu lofti gripnar.“ Hann bætti því við að slíkar rannsóknir skyldi að spara fyrir atvik þar sem aðildarríkin geta eða vilja ekki framkvæma rannsóknir, sem væri ólíkt þessu tilfelli.

Svíar halda niðurstöðu rannsóknar málsins leyndri

„Þrjú lönd hafa að sögn framkvæmt rannsókn á Nord Stream-hryðjuverkinu. Það eru Danmörk, Þýskaland og Svíþjóð. Þessi lönd vita væntanlega mikið um kringumstæður atviksins. Sérstaklega Svíþjóð, ætti að vera helst til frásagnar um vettvang glæpsins, sem kafarar þeirra rannsökuðu. En í stað þess að deila þessum upplýsingum með heiminum hefur Svíþjóð haldið niðurstöðum rannsóknarinnar leyndum. Svíar hafa neitað að deila niðurstöðum sínum með Rússum og hafnað sameiginlegri rannsókn með Danmörku og Þýskalandi.“ Þetta m.a. kom fram í máli bandaríska sérfræðingsins Jeffrey D. Sachs á fundinum.

„Í þágu friðar á heimsvísu ætti Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að krefjast þess að ríkin skili niðurstöðum rannsókna sinna án tafar til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna“, lagði Sachs til.

Traust þjóða á sameiginlegu innviðaöryggi í húfi

„Afleiðingar eyðileggingarnnar á Nord Stream 2 eru gríðarlegar. Þær fela ekki aðeins í sér gríðarlegt efnahagstjón á leiðslunum sjálfum og notkunarmöguleikum þeirra í framtíðinni. Einnig aukna ógn við hvers kyns innviði sem ná yfir landamæri. Internet-sæstrengir, alþjóðlegar leiðslur fyrir gas og vetni, raforkuflutninga yfir landamæri, vindorkuver á hafi úti o.fl. Hnattræn umbreyting í græna orku mun krefjast talsverðra innviða yfir landamæri, þar á meðal á alþjóðlegu hafsvæði. Lönd verða að treysta því að innviðir þeirra verði ekki eyðilagðir af þriðja aðila. Sum Evrópulönd hafa nú þegar lýst yfir áhyggjum af öryggi innviða á hafi úti“.

Nánar má lesa um framkomnar athugasemdir á fundinum hér.

-----

Til gamans: Blaðamaður vonar að fundir í Öryggisráði SÞ séu ekki eins og sá sem haldinn var í þessu tónlistarmyndbandi.

Skildu eftir skilaboð