Margrét Friðriks áfrýjar til Landsréttar

frettinDómsmál, Innlent2 Comments

Ritstjóri Fréttarinnar, Margrét Friðriksdóttir, hefur áfrýjað dómi héraðsdóms til Landsréttar, en fyrr í mánuðinum var hún sakfelld fyrir meinta hótun í garð Semu Erlu Serdar aðgerðarsinna fyrir utan Benzin Café á Grensásvegi sumarið 2018. Staðurinn var í eigu föður Semu Erlu.

Lögreglan felldi rannsókn málsins niður árið 2021 en ákæruvaldið tók málið upp á ný og var Margrét dæmd í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi. Sema Erla sagði í fjölmiðlum það vera fagnaðarefni að réttlætið hafi sigrað.

Málinu er áfrýjað með vísan til c-liðar 1. mgr. 196. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála og krafist endurskoðunar á niðurstöðum sem byggðar eru á mati á sönnunargildi gagna og munnlegs framburðar fyrir héraðsdómi. Vitni verða kölluð aftur fyrir Landsrétt. Margrét krefst fullrar sýknu auk greiðslu alls kostnaðar hennar af málinu bæði fyrir héraði og Landsrétti. Það er Skúli Sveinsson landsréttarlögmaður sem fer með málið fyrir Margréti.

Rekstur málsins var eftirtektarverður að því leyti að lykilvitni sem staðfesta framburð Margrétar, n.t.t. starfsmaður sem var að vinna á Benzin Café umrætt sumarkvöld og starfaði fyrir fjölskyldu Semu til 15 ára, ásamt fastagesti Benzin Café, voru hvorug kölluð í skýrslutöku fyrir dómi, heldur í símaskýrslu. Áðurnefndur starfsmaður vissi í raun ekki um hvað málið snérist eða hvers vegna verið væri að hringja í sig frá héraðsdómi. Símsambandið var lélegt og þinghaldi frestað og starfsmaðurinn kallaður fyrir dóminn tveimur dögum síðar.

Hitt vitnið sem um ræðir, fastagestur Benzin Café, var heldur ekki boðað í dómssal. Dómarinn hringdi í viðkomandi sem staddur var á veitingastað í bænum og símsambandið lélegt og skruðningar í hátalarakerfi sem tengt var við símann. Dómarinn spyr vitnið hvort það geti komið niður í dómssal á næsta hálftíma eða svo, sem vitnið hafði ekki tök á þennan dag. Í dómnum segir að vitnið hafi ekki viljað mæta í dómssal og það hafi rýrt trúverðugleika þess. Dómarinn, Barbara Björnsdóttir, gerði ekki tilraun til að boða vitnið síðar eins og gert var í tilfelli áðurnefnds starfsmanns Benzin Café.

Dóminn má lesa hér.

2 Comments on “Margrét Friðriks áfrýjar til Landsréttar”

  1. Þessi Selma Erla er örugglega með mikið klapplið með sér, mér er það nokkuð ljóst að það eigi að þagga niður í Margréti af glóbalista hyskinu!

  2. Margrét þú færð allan minn stuðning í þessum skrípaleik globalistanna gagvart þér. Það væri búið að dæma stóran hluta þjóðarinnar í fangelsi vegna einhverjar orðræðu í ölæði. Ég get sagt þér það að Fréttin er í rauninni eini miðillinn sem ég nenni að lesa, ég er eki alltaf sammála þér eða því sem er verið skrifa á Fréttinni sem er gott og skapar heilbrigða umræðu þar sem hér þó allavega sagt hin hliðin á málunum sem enginn af hinum miðlunum segir frá vegna ritskoðunar og gunguhátts!

    Áfram Margrét!

Skildu eftir skilaboð