Mál Brook Jackson gegn Pfizer tekið fyrir 1. mars: „Sjáumst í réttarsal glæpamenn“

frettinCovid bóluefni, Dómsmál, ErlentLeave a Comment

Dómstóll í Texas mun þann 1. mars nk. taka fyrir mál sem Brook Jackson hefur höfðað gegn Pfizer Inc., Ventavia Research Group og Icon PLC. Til meðferðar verður krafa þessara fyrirtækja um að málinu verði vísað frá dóminum og þannig fellt niður.

Allt frá því uppljóstrarinn Brook Jackson höfðaði málið árið 2021 hefur Pfizer barist hatramlega og nýtt öll skref dómskerfisins til að fá málinu vísað frá dóminum. Nú fer að líða að niðurstöðu í þessari tilraun Pfizer og hinna fyrirtækjanna til að fá málið fellt niður.

Eins og Fréttin sagði frá stendur Brook Jackson ein að málaferlunum gegn Pfizer eftir að bandarísk stjórnvöld ákváðu að taka afstöðu gegn kröfu Jackson, sem er bandarískur ríkisborgari, um að fyrirtækið yrði látið bera ábyrgð á svikum og blekkingum í tengslum við Covid-19 mRNA tilraunabóluefni fyrirtækisins.

Málið er óvenjulegt að mörgu leyti, en mesta áhyggjuefnið er að Bandaríkin hafa tekið afstöðu gegn eigin ríkisborgara til að ganga erinda stórfyrirtækja.

Það var þann 4. október 2022 sem bandaríska dómsmálaráðuneytið tók það óvenjulega skref að leggja fram yfirlýsingu til að styðja kröfu stórfyrirtækjanna um frávísun málsins.  Það sem gerir þessa yfirlýsingu bandarískra stjórnvalda óvenjulega er að þarna ákveða bandarísk stjórnvöld að standa með Pfizer og hinum fyrirtækjunum vegna þess að þau hafa ekki borið kennsl á neinar „rangar eða villandi“ og fullyrðingar, ásakanir um slíkt séu „ótrúverðugar", og bandarísk stjórnvöld haldi áfram að bera „fullt traust“ til COVID-19 mRNA tilraunabóluefnis frá Pfizer.

Afstaða Bandaríkjastjórnar vekur eðlilega upp spurningar um hverra erinda hún er að ganga hvað varðar málið því bæði forstjóri Pfizer og aðrir fulltrúar fyrirtækisins hafa ítrekað verið staðnir að því að setja fram rangar og villandi fullyrðingar um ágæti Covid-19 mRNA tilraunabóluefnisins frá Pfizer.

Eitt dæmi þess eru endurteknar fullyrðingar, Alberts Bourla, um að tilraunabóluefni Pfizer komi í veg fyrir smit, sem hafa reynst klár ósannindi og hreinar lygar. Það staðfesti Janin Small stjórnandi hjá Pfizer fyrir nefnd Evrópuþingsins í byrjun október 2022 þegar hún sagði frá því að Pfizer hafi ekki prófað hvort efnið kæmi í veg fyrir smit og þar með dreifingu veirunnar áður en mRNA „bóluefnið" var sett á markað.

Hér er hægt að lesa um Brook Jackson og kynna sér skjöl dómsmálsins ofl. og hér má sjá tilkynningu dómstólsins um fyrirtöku málsins á Twittersíðu Jackson:

Skildu eftir skilaboð