Forseti Evrópuþingsins heimsækir kirkjugarð með úkraínskum nazistafánum

Erna Ýr ÖldudóttirErlent, Erna Ýr Öldudóttir, Evrópusambandið, ÚkraínustríðiðLeave a Comment

Forseti Evrópuþingsins, Roberta Metsola, heimsótti grafir fallinna úkraínskra hermanna í borginni Lviv í Vestur-Úkraínu.

Af því tilefni tísti hún, 4. mars sl. myndum af atburðinum:

„Tilfinningaþrungin stund í dag þegar ég lagði blóm fyrir hönd íbúa Evrópu til að minnast allra þeirra sem létust - þar á meðal Yuriy Ruf, sem var drepinn af rússneskum sprengjuvörpum 1. apríl. Það var sérstaklega átakanlegt fyrir mig þar sem það var dagurinn sem ég heimsótti Úkraínu fyrst.

Við munum minnast þeirra.“

Þriðja myndin í tístinu sýnir rauð og svört flögg inni á milli úkraínsku fánanna sem prýða grafir fallinna hermanna. Það eru svokallaðir „Blóð og mold“ fánar OUN-B (e. Organization of Ukranian Nationalists, stofnuð 1929). OUN skiptist í OUN-M leidd af Andriy Melnyk og OUN-B leidd af Stepan Bandera.

OUN, tilgangur, merki og fánar.

OUN-B eru illræmd samtök nazista. Talið er að nazistar hafi myrt um það bil 1,5 milljón gyðinga í Úkraínu, en auk þess 100-200 þúsund Pólverja auk Rússa og fleiri hópa og þjóðarbrota. Frægust eru Babi-Yar morðin á gyðingum í Kænugarði og Volyn-morðin á Pólverjum. Þá eru ótalin nýlegri voðaverk í Suður- og Austurhluta Úkraínu, undanfarin níu ár. Þeirra kunnast er líklega þegar nýnazistar brenndu 42 borgarbúa inni í Verkalýðshúsinu í Odessa, 2. maí 2014. Enn hefur enginn verið ákærður vegna glæpsins.

Borgarstjórinn í Lviv, Andriy Sadovyi, með ungliðum við styttu af nazistanum Stepan Bandera.

Til viðbótar hefur forseti Lettlands nýlega heimsótt grafir fallinna hermanna í Lviv ásamt Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu og frú. Í myndbandinu má sjá þekkt nazistamerki á fjölda grafa fallinna hermanna. Þar má sjá OUN, Wolfsangel og Waffen SS Galicia ljónið. Héraðið Galicia er vestasti hluti Úkraínu:

Waffen SS Galica merkið.

Skildu eftir skilaboð