Fréttir

Uppljóstrun Telegraph „hrollvekjandi lesning“ segir leiðari Morgunblaðsins

frettinCOVID-19, Fjölmiðlar, StjórnmálLeave a Comment

Leiðari Morgunblaðsins, Óvönduð meðöl við Covid-19,  fjallar í dag um Lokunarskjölin (lockdown-files) svokölluðu í Bretlandi sem breska blaðið Daily Telegraph hefur verið að birta undanfarna daga. 

Um er að ræða trúnaðar­upp­lýs­ing­ar í formi rúmlega 100.000 skilaboða úr innsta hring stjórn­málamana á Bretlandi frá dög­um ­far­ald­urs­ins.  Skila­boðin voru á milli Matt Hancock, þáver­andi heil­brigðisráðherra Bretlands, og hans helstu samstarfsmanna. Skjölin sýna hvað fór ráðamönnum á milli á meðan faraldurinn stóð yfir. 

Leiðarhöfundur Morgunblaðsins segir lesninguna hroll­vekj­andi og sýn­a breysk­leika mann­anna, hvernig valdið spill­ir, og hið fornkveðna sann­ast: „að leiðin til Helj­ar er vörðuð góðum ásetn­ingi.“

Skilaboðin sýndu, segir í leiðaranum „að það hafi skjótt orðið helsta mark­mið stjórn­valda að vekja víðtæk­an og viðvar­andi ótta til að tryggja að farið yrði að fyr­ir­mæl­um þeirra án minnsta vafa,“ og að fjöldi dæma sýni að bresk stjórn­völd hafi af­vega­leitt borgarana og auk þess rang­lega full­yrt að vísindin réðu ferðinni.

Þetta átti ekki við í upphafi, segir leiðarhöfundur, en það voru ekki liðnir nema nokkrir mánuðir þar til stjórnamálamenn voru komn­ir á bragðið eftir að völdin stigu þeim til höfuðs og mestu máli skipti að halda þjóðinni í greip­um sér. Þeir sem andmæltu urðu þjóðníðing­ar en stjórnmálamenn fóru líta á sig sem hetj­ur.

Rannsókn nauðsynleg hér á landi

Þá segir leiðarhöfundar Morgunblaðsins að sótt­varn­aaðgerðir hér á landi hafi ekki verið nærri því jafn ­harka­leg­ar og í Bretlandi og fleiri vestrænum ríkjum. „Samt blas­ir við að hér gætti einnig nokk­urr­ar hjarðhegðunar, mörk vís­inda og stjórn­mála voru stund­um óskýr og það lágu ekki alltaf mál­efna­leg rök þar að baki. Sumt greini­lega eitt­hvað sem menn lásu á vefn­um þann morg­un­inn. Annað var jafn­vel dæmt ólög­legt og efna­hags­ráðstaf­an­ir reynd­ust mis­vel. Af­leiðing­arn­ar eru enn að koma fram.“

Því er nauðsyn­legt að stjórn­völd láti rann­saka viðbrögð Íslend­inga við veirunni til að mistökin endurtaki sig ekki, segir meðal annars og að lokum í leiðara dagsins.

Skildu eftir skilaboð

Fréttin ehf.

Um Fréttina

Fréttin er óháður fréttamiðill sem fjallar um málefni líðandi stundar bæði innanlands og utan. Við fordæmum þöggun og skoðanakúgun, tjáningafrelsið er hornsteinn lýðræðislegs samfélags.

Ertu með áhugaverða frétt eða grein?

%d bloggers like this: