Og „lautinant“ Þorgerður vitnar

frettinHatursorðæða, Jón Magnússon, Woke1 Comment

Eftir Jón Magnússon:

Í bókinni 1984 er greint frá því hvernig stjórnvöld reyndu að ná öllum tökum á hugsun tjáningu og hegðun fólks. Pólitískt nýmál var tekið upp til að auðvelda stjórnun á hugsun og tjáningu fólksins. Höfundur bókarinnar George Orwell hafði ekki hugmyndaflug til að setja inn í pólitískt nýyrðasafn einræðisvaldsins, að tjáningarfrelsi væri hatursorðræða. Úr þessu hefur Katrín Jakobsdóttir bætt með þingsályktunartillögu um hatursorðræðu.

Tillagan gerir ráð fyrir viðamiklum ráðstöfunum til að koma í veg fyrir „hatursorðræðu“ sem þó hefur ekki fengið viðhlítandi skilgreiningu. Menntun og fræðsla ríkisstarfsmanna og annara sem vilja ganga undir ok ritskoðunarinnar verður væntanlega á höndum lautinanta úr Vinstri grænum. Með því kemur vinnumáladeild VG sennilega þeim flokksmönnum, sem hafa ekki enn fengið vinnu hjá ríkinu í þægilega vellaunaða innivinnu við að fylgjast með hugsunum fólks með sama hætti og var í skáldverkinu 1984.

Í umræðum um málið á þingi nýverið lýstu þingkonur úr Pírötum og Samfylkingu fögnuði með þessa tilraun Katrínar til að vega að  tjáningarfrelsinu.

Þingkonan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sem undanfarið hefur samsamað sig með vinstrinu í íslenskri pólitík, Pírötum og Samfylkingunni skyldi lýsa yfir sérstökum fögnuði með þetta dáðríka framtak forsætisráðherra. 

Þorgerður ræddi um þá hættu sem fólki stafaði af hatursorðræðu hægri manna og lofaði framtak forsætisráðherra. Hún sagðist nálgast þetta mál frá „hægri“. En þau orð í ræðu Þorgerðar sýna í raun ekkert annað en að flokksformaður Viðreisnar sér ekki handa sinna skil í pólitíska litrófinu.

Enginn þingmaður tók til varna fyrir tjáningarfrelsið í umræðunni eða gerði athugasemdir. 

Vonandi er til fólk á Alþingi, sem lætur ekki þessa "woke"(bull) hugmyndafræði forsætisráðherra ná fram að ganga. 

One Comment on “Og „lautinant“ Þorgerður vitnar”

  1. til þess að lög gegn hatursorðræðu hafi einhvern tilgang verður að breyta stjórnarskráni þar sem öll lög sem ganga gegn víkja , þar af leiðandi á meðan núverandi stjórnarskrá er í gildi er löggjöf sem gengur gegn henni marklaust plagg

Skildu eftir skilaboð