Piers Morgan spyr hvort hann megi kalla sig svarta lesbíu

frettinErlent, Kynjamál, WokeLeave a Comment

Þáttastjórnandinn vinsæli Piers Morgan er stjórnandi spjallþáttarins Uncensored (óritskoðaðurí Bretlandi. Á alþjóðlega baráttudegi kvenna, þann 8. mars sl, fékk Morgan til til sín þær Tomi Lahren, þáttastjórnanda hjá Fox News, Angelicu Malin rithöfund og Esther Krakue, rithöfund hjá TalkTV. Umræðuefnið var kynvitund og veltir Morgan því fyrir sér hvort tilefni sé til að leggja niður þennan baráttudag kvenna.

Lahren byrjar á því að biðjast afsökunar á því að hafa flutt inn woke-ismann til Bretlands, en woke á upphaf sitt í Bandaríkjunum.

Fyrir þá sem ekki þekkja mikið til woke-ismans, þá snýr sú hugmyndafræði að því að hver sem er getur skilgreint sig hvað sem er, nóg er að viðkomandi upplifi sig þannig. Líffræðinni er þannig í raun kastað út í veður og vind fyrir þessa tiltölulega nýju hugmyndafræði. Ýmsir sálfræðingar hafa varað við þessari þróun og telja að hún geti valdið bönum og ungmennum varanlegum og óafturkræfum skaða.

Lahren segir að þessi stefna sé aðför að frelsi kvenna og það sé lágmark að geta skilgreint hvað kona sé áður en hver sem er geti kallað sig konu. Lahren segir að stefnan sé í raun ofbeldisfull hegðun sem hún kallar „róttæku regnbogamafíuna“. Þetta eru ekki þessir venjulegu LGBT aktivistar, heldur er þetta ný hreyfing sem kallar sig LGBTQ en sú hreyfing er aðför að jafnrétti kvenna og þeim framförum sem við höfum náð fyrir konur á undanförnum áratugum. Femínistar ættu að móðgast og mótmæla þessari árás á konur, segir Lahren.

Morgan segir að hann hafi átt erfitt með að fá stjórnmálamenn til að skilgreina hvað kona sé, en hann náði því þó út úr núverandi forsætisráðherra Breta, Rishi Sunak, að kona er kvenkyns manneskja, "female human," eins og hann orðaði það.

Angelica Malin er er ekki sammála Lahren og spyr Morgan hvaða þráhyggja það sé eiginlega að þurfa skilgreina konur eða menn eftir kyni, henni finnist það furðulegt, Malin viðurkennir þó undir lokin að kynin séu bara tvö.

Esther Krakue segir þetta vera kjánalega umræðu, að fólk geti í raun skilgreint sig hvað sem er. „Ef ég vil skilgreina mig sem pizzu á morgun þá gerir það mig ekki að pizzu, og ef ég vil skilgreina mig sem ref þá gerir það mig ekki að refi.“ Umræðan er galin, segir hún og úr öllu samhengi við raunveruleikann, við eigum að vera tala um alvöru konur á alþjóðadegi kvenna og ekkert meira en það.

Þá er Nicola Sturgeon fyrrverandi forsætisráðherra Skotalands nefnd til sögunnar, en hún varð nýlega að segja af sér embætti fyrir að heimila tvöföldum nauðgara að afplána dóm í kvennafangelsi, eftir að nauðgarinn ákvað í miðju ferli og þegar hann átti von á dómi, að skilgreina sig sem konu.

Piers leggur til að aflýsa eigi alþjóðlega baráttudegi kvenna þar til allir geta skilgreint hvað kona er. En Angelica telur að fólk eigi að hafa frelsi til að skilgreina sig eins og það vill. Tomi segir að hættan á því sé sú að ung börn og ungmenni sem eru áhrifagjörn geti ruglast í ríminu varðandi sjálfsmynd þeirra.

Piers segir að lokum að þessar skilgreiningar hafi engin takmörk og því gæti hann þess vegna skilgreint sig sem „svarta lesbíu“ miðað við mælikvarða nútímans - sem hann segir algerlega fáránlegan.

Skildu eftir skilaboð