Málfrelsi efnir til fundar: Þrjú ár á kafi í kófinu!

frettinCOVID-19, FundurLeave a Comment

Í þessari viku eru þrjú ár liðin síðan sóttvarnalæknir sneri frá hinni hefðbundnu stefnu, og fjöldatakmarkanir, lokanir skóla og þjónustufyrirtækja og skimanir á landamærum hófust. Hvernig til tókst vitum við öll.

Af þessu tilefni efnir Málfrelsi til fundar á Kringlukránni, fimmtudaginn 16. mars kl. 20, en þann dag árið 2020 tóku fyrstu „sóttvarnaráðstafanir” hérlendis gildi.

Þorsteinn Siglaugsson setur fundinn og segir m.a. frá starfsemi félagsins og fyrirhuguðum viðburðum. Erna Ýr Öldudóttir blaðamaður fer síðan yfir málin á léttu nótunum og að því loknu verða opnar umræður þar sem öll sjónarmið eru vitanlega velkomin, í anda upplýstrar umræðu.

Við hvetjum félagsfólk og velunnara til að mæta í tilefni af þessum tímamótum!

Viðburðurinn á facebook.

Skildu eftir skilaboð