Samtökin 22 kalla eftir gögnum frá Innviðaráðuneytinu og Ríkislögreglustjóra

frettinInnlendarLeave a Comment

Samtökin 22 – Hagsmunasamtök Samkynhneigðra birtu í vikunni erindi sitt til Innviðarráðuneytisins og Ríkislögreglustjóra á facebook síðu sinni. 

Samtökin fara fram á að fá afhend afrit samstarfssamningum Samtakanna ´78 við sveitarfélög og Ríkislögreglustjóra ásamt því kennsluefni sem þau nota við fræðslu sína við starfsfólk og nemendur á grunnskólastigi.

Í samtali við Fréttina sagði Eldur, formaður Samtakanna 22 – sem eru ný samtök homma og lesbía, að þau taki þetta skref til þess að átta sig betur á landslaginu í málefnum samkynhneigðra hjá hinu opinbera. „Við erum að skoða allan pakkann sem snertir homma og lesbíur á Íslandi. Við erum efins um þá fræðslu sem ef til vill er í gangi hjá hinu opinbera og höfum grun um að óvísindalegar og umdeildar hugmyndir um kyn og kynhneigð séu kenndar sem staðreyndir.“

Eldur segir að það sé athyglisvert að Ísland skori aðeins 55% á Regnbogakorti ILGA og það sé vegna ýmislegra breyta í útreikningum sem hreinlega eigi ekki við nein rök að styðjast í baráttu fyrir borgaralegum réttindum. 

„Við erum í miðju verkefni að aðlaga breyturnar og endurútreikna stöðu mála í samvinnu við önnur samtök sam-og tvíkynhneigðra víðsvegar um heim.“ 
Segir hann mikilvægt að hið opinbera fái rétta mynd af stöðu mála.

„Stjórnvöld víðsvegar hafa verið leidd í gildru um að staða okkar sé mjög ábótavant og hafa því verið að dæla fjármagni inn í samtök og inní aktívistastarfsemi sem snýst fyrst og fremst um að viðhalda sjálfri sér. Það er eitthvað sem verður að skoða. Það hefur aldrei verið neitt leyndarmál hvar við stöndum er varðar það að bendla börn við þennan „hinsegin aktívisma“ sem hefur stigmagnast frá árinu 2015 þegar stór samtök á borð við 78, Stonewall í Bretlandi, FRI í Noregi og fleiri lenda í hálfgerðri tilvistarkreppu vegna mikilvægra sigra í jafnréttisbaráttunni okkar. Þetta er hinsvegar ekki jafnréttisbarátta lengur, heldur er þetta orðið að forréttindakröfum.“

Eldur telur að það ætti ekkert að vera neitt vandamál að fá þessi gögn afhend, enda sé það skýrt í lögunum að þau skuli afhendast. 
„Fólk sem er með börn í skóla eða starfar hjá hinu opinbera hlýtur að eiga kröfu á því að vita hvernig fræðslunni er háttað, innihald hennar og markmið“, sagði Eldur að lokum.

Skildu eftir skilaboð