Nýráðinn loftslagssérfræðingur Seðlabankans kynnir breyttar áherslur og stefnur

frettinFjármál, Loftslagsmál7 Comments

Tinna Hallgrímsdóttir sem hefur verið ráðin til starfa sem loftslags- og sjálfbærnisérfræðingur Seðlabanka Íslands verður með kynningu í almenningsrými Seðlabankans í dag á milli kl. 15:00-16:00.

Tinna, sem mun starfa á skrifstofu Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra, og verður því hans hægri hönd í loftslagsmálum, ætlar að kynna fyrir gestum nauðsyn þess að hafa innan bankans sérfræðinga í loftslagsmálum og sjálfbærni, bæði hvað varðar rekstur bankans og þau faglegu markmið sem setja þarf í fjármálaeftirliti, fjármálastöðugleika og peningastefnu til framtíðar.

Seðlabankastjóri mun segja frá því hvernig hamfarahlýnun og verðbólga haldast í hendur og að með lækkandi hitastigi jarðar verði frekar unnt að kæla hagkerfið og slökkva verðbólgubálið.

Verk Gunnlaugs sem tekið var niður 2019

Þá verður nektarmálverk Gunn­laugs Blön­dal, sem fjarlægt var úr almenn­ings­rými bankans árið 2019, hengt upp á ný sem tákn um aukinn kvenleika og feminisma innan bankans.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Boðið verður upp á vatn og umhverfisvænt ristað snakk sem fyrirtækið engisprettur.is leggur til, segir í fréttatilkynningu seðlabankastjóra síðdegis í gær.

7 Comments on “Nýráðinn loftslagssérfræðingur Seðlabankans kynnir breyttar áherslur og stefnur”

  1. Á maður að hlæja eða gráta yfir heimskunni sem ræður ríkjum í heiminum? Ætlar seðlabankastjórinn að hafa stjórn á hitastiginu líkt og hann hefur ´stjórn´ á verðbólgunni?

  2. Við ættum að gefa þessari ungu konu tækifæri í stað þess að vera alltaf að skammast, það er unga fólkið sem finnur nýjar áherslur sem á eftir að laga það sem hefur misfarist hingað til. Hlustum að minnsta kosti á þær tillögur sem hún hefur fram að færa.

  3. Mér finnst fáránlegt að vjóða upp á skordýr þegar margt annað gott er í boði. Við erum menn ekki dýr.

  4. Höfuðpaur mensevista sagði að bolsevistarnir væru með annan fótinn í bankanum og hinn í byltingunni. Núna eru umhverfissinnarnir búnir að koma sér fyrir við kjötkatlana! Það er ekki tilviljun að seðlabankastjóri er sonur aðal kommúnista landsins. Umhverfissinnarnir munu spila stóra rullu í að fjötra okkur, vesalingana.

  5. Ágætis Aprílgabb hér á ferð.

    HInsvegar; þá sjáum við svona fréttir hvað eftir annað í fjölmiðlum á öðrum dögum en 1. Apríl. Og þá eru menn að meina það sem þeir segja (sorglegt er það).

Skildu eftir skilaboð