Harðvítugustu skaðabótadeilur í sögu Bandaríkjanna að leysast – 8,9 milljarða dollara sáttatilboð

frettinDómsmál, ErlentLeave a Comment

Syrtivöru-og Covid bóluefnaframleiðandinn Johnson & Johnson hefur lagt fram 8,9 milljarða dollara sáttatilboð í tugþúsundum langvarandi málaferlum, þar sem talið er að hið þekkta púður fyrirtækisins hafi valdið krabbameini. Stefnendur halda því fram að efnið asbest hafi verið í púðrinu, nokkuð sem fyrirtækið hefur alla tíð neitað fyrir.

Fyrirhugaður samningur er lagður fram eftir áratuga langa lögfræðibaráttu milli lögfræðinga stefnenda og Johnson & Johnson. Ef samningurinn verður samþykktur, verða þetta hæstu skaðabætur sem greiddar hafa verið í sögu gjaldþrotaskipta, að sögn lögfræðinga sem eiga hlut að málinu.

Samningstilboðið er lagt fram í kjölfar áfrýjunardóms frá því í janúar sl. sem stöðvaði tilraun fyrirtækisins til að innleiða flókið gjaldþrotakerfi sem kallast "Texas-two step" til að hafa stjórn á kröfunum. Samkvæmt þessu kerfi hafði Johnson & Johnson stofnað 2 milljarða dala sjóð til að greiða fórnarlömbum skaðabætur.

LTL, dótturfélag sem Johnson & Johnson stofnaði til að halda utan um kröfurnar, ætlaði síðan að sækja aftur um gjaldþrot til að auðvelda uppgjörið, sagði fyrirtækið.

Drögin að samningnum gætu bundið enda á harðvítugustu skaðabótadeilur í sögu Bandaríkjanna, þar sem tugþúsundir notenda púðursins halda því fram að það hafi valdið þeim krabbameini.

Um tugur lögfræðistofa sem eru fulltrúar um 70.000 kröfuhafa sögðust styðja samningsdrögin og voru þess fullvissar um að drögin fengju nægan stuðning til að fá samþykki fyrir gjaldþrotarétti.

Financial Times

Skildu eftir skilaboð