Moggabloggið sigrar RÚV, Egill tapar sér

frettinFjölmiðlar, Innlent, Páll VilhjálmssonLeave a Comment

Eftir Pál Vilhjálmsson, kennara, blaðamann og moggabloggara:

Fréttamenn RÚV eru sakborningar í byrlunar- og símastuldsmálinu. Fréttastjóri var knúinn til afsagnar og sá sem tók við er kominn í leyfi frá störfum. Á páskadagskrá RÚV er 60 ára byrlunarmál en ríkisfjölmiðillinn þegir um byrlun og gagnastuld í rauntíma þar sem fréttamenn RÚV eiga hlut að máli.

Moggabloggið er opinn og frjáls vettvangur fyrir hvern sem er að tjá skoðanir og segja fréttir sem fjölmiðlar sameinast að þegja um.

Í þessu ljósi ber að lesa breiðsíðu Egils Helgasonar gegn Moggablogginu.

Dagskrárvald RÚV og fylgimiðla er á fallandi fæti. Stjórnmálamenn veigra sér að styðja opinberlega ríkisfjölmiðil sakborninga. Rætt er um að taka Efstaleiti af auglýsingamarkaði.

Egill er læs á tímanna tákn. En honum er um megn að draga rökrétta ályktun. Flóttaleiðin er að fordæma boðbera válegra tíðinda, skjóta sendiboðann.

Skildu eftir skilaboð