Rúmlega helmingur demókrata styður framboð Robert F. Kennedy Jr.

frettinErlent, StjórnmálLeave a Comment

Samkvæmt nýjustu könnun Rasmussen Reports kemur í ljós að meirihluti demókrata styður forsetaframboð Roberts F. Kennedy Jr. sem tilkynnti framboð sitt nýlega.

Framboð Kennedy nýtur stuðnings 52% demókrata, 32% eru á móti framboði hans og 16% segjast óvissir. Það gæti talist merkilegt fyrir Kennedy og vítavert fyrir Biden þar sem Kennedy hefur verið hæddur og jaðarsettur af helstu fjölmiðlum fyrir að efast um og gagnrýna COVID-19 bólusetningaskyldu, segir miðillinn Washington Examer.

Kennedy hefur ekki bara lifað árásina af heldur hefur hann traustan stuðning. Í könnuninni kemur fram að helmingur stuðnings hans sé „sterkur“.

Óljost er í könnunni hvað demókratar vilja raunverulega. Um 62% sögðu að Biden ætti að bjóða sig fram aftur. Og önnur 62% sögðu að aðrir demókratar ættu að skora á hann.

Af öllum líklegum kjósendum; demókrötum, repúblikönum og óháðum, sögðu aðeins 39% að Biden ætti að bjóða sig fram til endurkjörs. Og 66% sögðu að aðrir demókratar ættu að bjóða sig fram gegn honum í prófkjörinu.

Skildu eftir skilaboð