Eftir Jón Magnússon hæstaréttarlögmann:
Grundvallarregla réttaríkisins er að hver maður skuli talinn saklaus þangað til sekt hans sé sönnuð fyrir þar til bærum dómstóli, en ekki dómstóli götunnar, KSÍ eða Everton.
Á grundvelli tilhæfulausrar ákæru ákvað stjórn KSÍ að standa ekki með sínum besta manni, Gylfa Þór Sigurðssyni, en dæma hann sekan andstætt grundvallarreglunni um að hver maður skuli talinn saklaus þangað til sekt hans er sönnuð. Mikil er skömm þeirra.
Liðið sem Gylfi Þór hafði leikið fyrir um árabil, Everton ákvað líka að standa ekki með sínum besta manni og vék honum úr liðinu enda er liðið nú í bullandi fallbaráttu og vonandi uppskera þeir eins og þeir hafa til sáð.
Samtök öskurkvenna af götunni hamaðist að Gylfa og fyrirliða landsliðsins og fleirum og bjuggu til þá historíu, að nauðgunarmenning einkenndi karlalandsliðið í knattspyrnu. Hvílík endemi. Því miður var ekki forystufólk, sem stóð með liðinu og gildum réttarríkisins og þessvegna var landsliðið eyðilagt um árabil.
Formaður KSÍ, sem skolaði í það embætti á þessum vafasömu forsendum dómstóls götunnar hlýtur að skoða hvort henni er sætt eftir að dómstóll götunnar hefur verið afhjúpaður sem álíka fyrirbrigði og dómstóllinn sem dæmdi fólk til dauða fyrir galdra í Salem í Bandaríkjunum forðum.
4 Comments on “Án dóms og laga”
Jón, ekki fara offari það var enginn dæmdur til dauða. Þú finnur öllum allt til foráttu núna þegar kæra er niðurfelld, hvar var þín rödd sl. tæp 2 ár! Hitt er annað mál að það er óforskammarlegt hjá bresku krúnunni að draga þetta mál í tæp 2 ár, slikt getur haft miklar og slæmar afleiðingar fyrir viðkomandi og það er hægt að leiðrétta það með annað hvort eða bæði uppreisn æru og/eða skaðabótum. Gylfi getur annhvort höfðað skaðabótamál eða gengið frá þessu, ef hann ákveður að fara í mál munu öll gögn er málið varða koma fram og hrægammar réttarkerfisins munu taka sinn toll, er það eitthvað sem Gylfi vill?
Varðandi Gylfa og íslenska fótboltalandsliðið, þá er ekki hægt að halda manni sem er í farbanni í landsliðshóp það segir sig sjálft. Hvort Gylfi mun gefa aftur kost á sér í landsliðið á eftir að koma í ljós. Líklegt að Gylfi muni spila fótbolta aftur fyrir félagslið, hann er frábær leikmaður en annað mál hvort hann vilji spila á bretlandseyjum eða/og fyrir íslenska landsliðið, það er alfarið hans ákvörðun og kemur í ljós á næstu vikum og mánuðum.
Afhverju ætti Gylfi að vilja spila fyrir Ísland aftur? miðað við fram komu KSI og annara skítköst og vanvirðingu fyrir mann sem er búin að gera stórkostleg afrek fyrir land og þjóð..ekki myndi eg vilja sjá íslenska landsliðið ef eg væri hann.
Vonandi spilar Gylfi aftur fyrir landsliðið, hann á 2-3 góð á eftir í fótbolta ef ísland á að eiga einhvern séns með að komast á EM eða HM þá þarf Gylfi að vera innanborðs að mínu mati en auðvitað er þetta ákvörðun sem Gylfi tekur og enginn annar, því ef Gylfi ákveður að gefa kost á sér þá verður hann valinn, þrátt fyrir að vera dottinn úr æfingu, á því er enginn vafi, ná kallinum aftur í form það er engin spurning…