Fordæming formanns KÍ lýsir fávísi og fátækt

frettinArnar Sverrisson, Innlent1 Comment

Eftir Arnar Sverrisson sálfræðing:

Í grein Morgunblaðsins segir:

„Í yfirlýsingunni skrifar Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, fyrir hönd stjórnarinnar að sambandið hafi nýverið samþykkt nýja jafnréttisáætlun og að Samtökin 78 hafi verið mikilvægt afl í að veita íslenskum kennurum fræðslu til að bæta líðan hinsegin ungmenna. ....

Við hörmum það viðhorf sem fram kemur í umræddri grein og erum þess fullviss að íslenskir kennarar fylgja jafnréttisáætlun okkar og vinna að hagsmunum allra barna og gegn hvers kyns fordómum.“

Nú megum við líklega eiga von á því, að KÍ birti jafnréttisáætlun sína og ráðgjöfina frá Samtökunum 78 - sem Katrín gaf 50 milljónir frá skattgreiðendum.

Hvernig má það vera, að formaður KÍ byrji á því að fordæma skoðun félagsmanns síns í stað þess að svara með málefnalegri og heiðarlegri umræðu? Hann drepur þess í stað á dreif og skekkir umræðuna. Greinarhöfundur lætur hvergi í veðri vaka, að ekki eigi að taka tillit til allra handa nemenda. Málið snýst ekki um jafnrétti í upphöfnum skilningi formannsins. Hann býður upp á fordæmingu og málefnalegan feluleik í stað faglegrar umræðu. Það er sorglegt.

Hvernig má það vera, að KÍ ráði til sín öfgahagsmunasamtök til að semja kennsluefni? Hvað segir það um KÍ og íslenska kennarastétt, ef hún lætur umvörpum sefjast inn í bandaríska hugmyndafræði um kynin mörgu?

Er ástæða til að ætla, að heilaþvegin stétt í þessu tilliti geri annað en að heilaþvo nemendur, jafnvel þótt þvotturinn sé kallaður kennsla?

Það er áhyggjuefni, að sú stétt, sem foreldrar fela börn sín á vald, sé svo faglega ístöðulaus sem raun ber vitni.

Grundvallarspurningunni er að sjálfsögu ósvarað. Hefur það óæskileg áhrif á börn yfirleitt að kenna þeim, að þau kynnu að vera í röngum líkama.

Það er næsta víst, að það eigi við um viðkvæm börn. Þiggi þau í kjölfarið kennslu um, að þau geti smitað ömmu og valdið dauða hennar, eða orðið völd að ragnarökum, skreppi þau í bíltúr, gætu sum þeirra orðið viti sínu fjær.

Forysta KÍ ætti að leggjast undir feld - sem og kennarar allir - og skoða eigin nafla. Hlutverk kennara er mikilvægt, en sofandi, delludáleidd kennarastétt er öllum til óþurftar - ekki síst börnunum.

Foreldrar hljóta að íhuga, hvort kennslu barna þeirra sé ekki betur komið í skólum undir beinni stjórn þeirra.

One Comment on “Fordæming formanns KÍ lýsir fávísi og fátækt”

  1. ,,delludáleidd kennarastétt er öllum til óþurftar – ekki síst börnunum.“

    ,,Foreldrar hljóta að íhuga, hvort kennslu barna þeirra sé ekki betur komið í skólum undir beinni stjórn þeirra.“

    Það er mikil spurning.

Skildu eftir skilaboð