Nýtt tungl og sólmyrkvi í dag 20. apríl

frettinStjörnuspekiLeave a Comment

Eftir Pam Gregory störnuspeking:

Hinir fornu, þekktu sólmyrkva vel og voru ávallt haldnar miklar hátíðir í kringum þá. Sólmyrkvar hafa tilhneigingu til að hafa áhrif á líf okkar og geta táknað algeran viðsnúning, sem kemur með endi, nýtt upphaf og tækifæri sem geta gerst skyndilega. Þeir hafa tilhneigingu til að breyta lífi okkar að eilífu, þú ættir kannski að kíkja á stjörnukortið þitt:

Plútó í Vatnsbera

Örfáum dögum áður en apríl hófst, flutti plánetan Plútó sig inn í Vatnsberann þar sem hún hefur ekki verið síðan 1798. Plútó táknar stjörnufræðilegan kraft; síðan 2008 hefur hann verið í merki Steingeitarinnar og tengist það stjórnvöldum, stórfyrirtækjum og stofnunum sem „hafa vald yfir okkur“. Það tengist lóðréttri uppbyggingu í samfélaginu, þar sem við erum með lítinn minnihluta fólks á toppnum sem setur reglur um hvernig samfélagið starfar, og síðan mismunandi stéttir af öðru fólki, allt niður í fátækara fólkið sem er neðst. Þessi orka hefur eflst frá árinu 2008, sérstaklega á síðustu þremur árum, þannig að ójöfnuður hefur vaxið.

Hins vegar, með flutningi Plútó yfir í Vatnsberann, mun krafturinn smám saman færast yfir til breiðari hóps fólks. Þetta gerist ekki eftir viku eða mánuð, heldur mun það koma smám saman úr grasrótinni og fara upp á við. Þetta er bara byrjunin á flutningi Plútó yfir í Vatnsberann, hann gerir það meira árið 2024 og mun vera þar í 20 ár, eða til 2044. Þannig að þetta mun hafa miklar breytingar í för með sér varðandi það hvernig samfélög eru uppbyggð. Við munum sjá að þau verða mun dreifðari í alla staði og mörg samfélög verða til af fólki sem getur keypt land til að rækta mat og verða sjálfstætt. Munið að þetta er hægfara og langtímaferli.

Uppreisnargjörn bylting

Orka Vatnsberans er byltingarkenndari og uppreisnargjarnari og við sjáum kannski meira af þessari orku spila út í heiminum; það tengist frelsi, jafnrétti, mannúð, tækni, vísindum og flugi. Við munum sjá mikið af nýrri tæki og framförum í geimferðum og læknisfræði á næstu árum, sem og réttlátari samfélög.

Í apríl er fullt tungl í Vog og það getur leitt til fleiri aðgerða um allan heim fyrir auknum jöfnuði. Mikilvæg lagaleg mál kunna að koma upp sem munu hafa áhrif á allt mannkynið.

Sólmyrkvi 20. apríl 2023

Við munum sjá einn öflugasta sólmyrkva áratugarins í dag, 20. apríl, í hrútsmerkinu. Ef þú ert með sólina eða tunglið í Hrút getur verið að þú hafir upplifað meiri velgengni eða viðurkenningu í lífi þínu á síðustu mánuðum. Þetta er stórkostleg orka fyrir okkur sem eru með rísandi Hrút í stjörnumerki okkar. Sólmyrkvinn mun sjást vel í Ástralíu og Austur-Indónesíu, þannig að þessi landsvæði gætu birst meira í fréttum á næstu mánuðum. Það er stórt nýtt tungl, svo nýtt upphaf fyrir þessi svæði, en oft fylgir því einnig merkilegur endir. Það er ýmislegt sem getur komið þér á óvart, sérstaklega ef þú ert með einhverjar hrútsplánetur í stjörnukortinu þínu. Það getur jafnvel komið fólki á framfæri, alveg skyndilega. Sólmyrkvi getur virkað eins og nýtt upphaf.

Þessi sólmyrkvi kemur af stað breytingunni frá gamla heiminum til hins nýja á stórkostlegan hátt. Gömul mannvirki, stjórnarhættir, fjármála-, læknis-, mennta- og jafnvel réttarkerfi geta farið að molna, þegar lífskrafturinn færist í átt að því að skapa ástríkari og jafnari nýja Jörð. Þetta mun halda áfram út 2023, svo ekki hafa áhyggjur ef þú sérð að gömlu leiðirnar virka ekki sem skyldi; þetta er allt hluti af guðlegri áætlun um að koma okkur á miklu betri stað. Við erum núna á tímalínunni í átt að Gullöldinni, og eftir örfá ár munum við upplifa það, og það verður mjög fallegt og allt öðruvísi en allt sem við höfum nokkurn tíma kynnst á ævinni.

Hér neðar má horfa á beint streymi af sólmyrkvanum:

Skildu eftir skilaboð