Költ eða réttindabarátta? 4. hluti

frettinEldur Deville, Hinsegin málefni1 Comment

Eftir Eld Deville: 

Tungumálið er okkar mikilvægasta tól mannfólksins. Við notum það til að lýsa raunveruleikanum, tilfinningum okkar, hugsjónum, skoðunum og til þess að miðla upplýsingum til hvorts annars.

Tungumálið okkar er einnig hægt að nýta í vafasömum tilgangi til þess að ná stjórn á fólki, getu þess til gagnrýnnar hugsunar og til þess að ná völdum. 

Eitt helsta einkenni költisma snýr einmitt að tungumálinu. Aðeins á síðasta áratug eða svo hafa fjölmörg einföld orð og skilgreiningar verið kippt úr sambandi af kynjafræðingum Önnur orðskrípi hafa verið smíðuð að sama skapi.

Orð sem við vorum öll sammála um hvað þýddu hafa verið afbökuð til þess að falla inn í hugmyndafræði sem er verið að þröngva upp á börn og ungmenni í skólunum. Það er ekki að ástæðulausu, því ef þau tileinka sér þessa orðnotkun og hugmyndir þeim tengdum, þá munum við horfa upp á heilaþvegna kynslóð sem munu ekki geta gert raunveruleikanum skil. Einnig munu þær umdeildu hugmyndir sem við erum að ræða hérna verða normalíseraðar og eitra út frá sér alls staðar í samfélagsgerðinni okkar. 

Skoðum nokkur einföld orð til að byrja með:

Kona. Kona er kvenkyns einstaklingur af tegundinni Homo sapiens. Manneskja sem fæðist með XX-litninga en ekki XY, er með kynfæri konu og fær brjóst þegar hún verður kynþroska.  Nú er okkur talin svo trú að kona er hver sem er sem skilgreinir sig þannig. En sem hvað? Ef kona er orðið félagslegt hugtak að auki, þá er ekki hægt að skilgreina það hugtak án þess að falla í gryfju úreltra staðalímynda um kynhlutverk og kyngervi fólks. 

Hvað er þá til ráða fyrir kynjafræðingana? – Jú, hætta að nota orðið kona. Það er of erfitt í notkun fyrir þá. Köllum frekar fólk „leghafa“ eða „þeir með píkur“ eða jafnvel „þeir með eistu“.  Hérna er einfalt orð hreinlega tekið úr sambandi með því markmiði að búa til hugsanastíflu hjá venjulegi fólki.

Samtök kynjafræðinga á Suðurgötunni hefur tekist að taka fjölmörg orð úr sambandi innan ákveðins félagsskaps, en það er spurning hvort mótspyrnan sem við hin veitum verður nógu öflug. Íslendingar eru nefnilega mjög duglegir að tileinka sér nýyrði, enda mjög vön slíku. En nýyrðasmíð er ekkert skylt við orðskrípaleiki.  Orð eins og tölva, þyrla, sjónvarp, útvarp, sími eru öll orð sem þýða eitthvað sem er raunverulegt. Áþreifanlegt. Auðsjáanlegt. Auðþekkjanlegt. 

Annað mikilvægt orð sem hefur verið tekið úr sambandi er orðið „kyn“. Þegar við höfum talað um kyn fólks, þá hefur það ætíð verið á forsendum líffræðilegs kyns einstaklinga sem sést í móðurkviði og við fæðingu. Það er svo skráð við fæðingu.

Orðið hefur einnig verið notað til þess að tala um málfræðilegt kyn. Núna er talað um að kyn sé félagslegt. Þetta eru ekki staðreyndir, heldur eru þetta óvísindalegar hugmyndir fólks um hvað kyn er. Þó að þú litir á þér hárið blátt, teiknar á þig yfirvararskegg með tússpenna og farir í skræpótt föt, þá eru ekki eitthvað annað en kona eða karl. Við eigum gott orð til þess að lýsa því sem kynjafræðingar vilja meina sé „félagslegt kyn“ og það er orðið persónuleiki. Til þess að lýsa persónuleika er til himinn og haf af lýsingarorðum sem sinna því hlutverki mjög vel.

En málið er að þetta snýst um völd. Þetta snýst um að búa til farveg fyrir alræðishyggjukerfi að marxískum stíl. Það er markmiðið. Ekki ást, umhyggja og umburðarlyndi. Alræði. 

Þegar það er sagt, þá vil ég taka fram að þeir einstaklingar sem hafa sogast inn í þetta eru fórnarlömb þessara hugmyndasmiða. Þeir verða ekki gerendur fyrr en þeir eru farnir að taka virkan þátt vitandi betur hvert markmiðið er þessu er. Þeir einstaklingar eru vissulega til staðar.

Orðskrípin „kvár“ og „stálp“ er það nýjasta sem er reynt að troða inn alls staðar í námsgögn barna. Þessi orðskrípi voru smíðuð árið 2021 af kynjafræðingum á Suðurgötunni og strax erum við farin að sjá þessi orðskrípi í námsgögnum um allt menntakerfið. Máttur þessa safnaðar er mikill. 

Einn höfundana er formaður Siðmenntar, Inga Auðbjörg Straumland. Gagnkynhneigð, vel efnuð millistéttarkona. Siðmennt er nú annað stærsta trúfélagið á landinu, þannig að máttur þessa fólks er orðið gríðarlegt. Ekki nóg með það, þá er hún líka framkvæmdarstjóri Hinsegin Daga.

Réttindabarátta samkynhneigðra er í algjörum heljargreipum. Því ætlum við í Samtökunum 22 að breyta. Það mun taka tíma. En það mun gerast. Úr þessum ófögnuði hefur risið ný bylgja hómófóbíu. M.a. þá boðar fræðslusíða Samtakanna ´78 það er samkynhneigðir sem hafa sæst við að verða jafnir þátttakendur í samfélaginu um að undirgefa sig valdakerfum samfélagsins og séu sekir um hinsegin þjóðernishyggju.

Þarna er lítið gert úr þeim mikilvægu sigrum sem réttindabarátta samkynhneigðra skilaði sér undir lok síðustu aldar og í byrjun þessarar. 
Það er augljóst að hérna er verið að búa til jarðveg fyrir pólitíska stefnu, - ekki mannréttindi og umburðarlyndi.  Önnur orðskrípi sem er að finna meðal fylgisveina Judith Butler er orð eins og eikynhneigð, kynseginhneigð, grá eikynhneigð og fl. Allt orðskrípi undan samfélagsmiðlinum Tumblr frá seinni hluta síðasta áratugs og er efni í heilan fyrirlestur. 

Ef fólk leggur það á sig að skoða hver undirstaða kynjafræðinnar (og hinsegin fræða) þá er augljóst að hérna er um költisma að ræða sem vinnur að því markmiði að tortíma þeirri samfélagsgerð sem við búum við. 

Í næsta kafla ætla ég að fara yfir sjálfskaðakölt (body mutilation cults) og bera saman slík költ við kynjafræðiköltismann.

Höfundur er formaður Samtakana 22

One Comment on “Költ eða réttindabarátta? 4. hluti”

 1. 1 Verðið eigi margir kennarar, bræður mínir. Þér vitið, að vér munum fá þyngri dóm.

  2 Allir hrösum vér margvíslega.

  Hrasi einhver ekki í orði, þá er hann maður fullkominn, fær um að hafa stjórn á öllum líkama sínum.

  3 Ef vér leggjum hestunum beisli í munn, til þess að þeir hlýði oss, þá getum vér stýrt öllum líkama þeirra.

  4 Sjá einnig skipin, svo stór sem þau eru og rekin af hörðum vindum. Þeim verður stýrt með mjög litlu stýri, hvert sem stýrimaðurinn vill.

  5 Þannig er einnig tungan lítill limur, en lætur mikið yfir sér.

  Sjá hversu lítill neisti getur kveikt í miklum skógi. 6 Tungan er líka eldur.

  6 Tungan er ranglætisheimur meðal lima vorra. Hún flekkar allan líkamann og kveikir í hjóli tilverunnar, en er sjálf tendruð af helvíti.

  7 Allar tegundir dýra og fugla, skriðkvikindi og sjávardýr má temja og hafa mennirnir tamið, 8 en tunguna getur enginn maður tamið, þessa óhemju, sem er full af banvænu eitri.

  9 Með henni vegsömum vér Drottin vorn og föður og með henni formælum vér mönnum, sem skapaðir eru í líkingu Guðs.

  10 Af sama munni gengur fram blessun og bölvun. Þetta má ekki svo vera, bræður mínir. Jak. 3.

Skildu eftir skilaboð