Yfirheyrslur í bandaríska þinginu: Hafa Bandaríkin gerst milliaðili í mansali á flóttabörnum?

frettinErlent, Mansal1 Comment

Yfirheyrslur í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings munu fara fram í dag þar sem uppljóstrari ætlar að upplýsa þingmenn um að Bandaríkin hafi gerst „milliaðili“ í margra milljarða dollara mansali fylgdarlausra barna við landamæri Bandaríkjanna.

Markmiðið með yfirheyrslunni sem ber heitið „Landamærakrísa Biden: misnotkun fylgdarlausra flóttabarna,“ er að skoða þá miklu aukningu fylgdarlausra barna sem orðið hefur við landamærin í suðri.

Samkvæmt tölum frá toll- og landamæravernd (CBP) hefur fjöldi fylgdarlausra barna sem koma að landamærunum aukist úr 33.239 á árinu 2020 í rúmlega 146.000 á árinu 2021 og 152.000 á árinu 2022. Það sem af er 2023, er vitað um 70.000 fylgdarlaus börn.

Þegar fylgdarlaus flóttabörn koma að landamærunum eru þau færð í vörslu heilbrigðisyfirvalda (HHS) og síðan afhent stuðningsaðila, oftast foreldri eða fjölskyldumeðlimi sem þegar er í Bandaríkjunum.

Biden stjórninni hefur aftur á móti borist fjöldi fregna um að embættismenn hafi ekki getað haft uppi á um 85.000 flóttabörnum, og undanfarið hafa embættismenn stjórnvalda hunsað merki um stóraukinn vöxt í barnaþrælkun. Einhver þeirra hafa verið neydd í ánauð til að borga smyglurum fyrir ferðalagið.

Þrír munu bera vitni í yfirheyrslum dagsins; Tara Lee Rodas uppljóstrari frá HHS sem áður starfaði hjá embættinu, Sheena Rodriguez, stofnandi og framkvæmdastjóri samtakanna Alliance for a Safe Texas og Jessica Vaughn forstöðumaður við stofnunina Center for Immigration Studies.

Nánar um málið má lesa á Fox News.

One Comment on “Yfirheyrslur í bandaríska þinginu: Hafa Bandaríkin gerst milliaðili í mansali á flóttabörnum?”

  1. Biden stjórnin neitar að verja landamæri Bandaríkjanna. En þeir vilja verja landamæri Úkraníu með hervaldi!

Skildu eftir skilaboð