Bókin Banka-Elítan komin í íslenska þýðingu

frettinFjármál, InnlentLeave a Comment

Töluvert hefur verið rætt um vanda heimilanna við að borga af lánum undanfarin misseri. Þegar þær Björg Sighvatsdóttir og Stefanía Arna Marinósdóttir kynntust handbókinni Top Secret Banker´s Manual fannst þeim tilvalið að þýða megininnihaldið og upplýsa fólk um hvernig peningar eru búnir til.

„Hvað eru peningar? Peningar eru skuld og við skuldbindum okkur til að fórna lífsorkunni í að greiða endalaust af lánum til að halda þaki yfir höfði. Hvers vegna fer öll lífsorkan á okkar bestu árum í að borga skuldir langt umfram upphæð lánsins sem tekið var?“
 
Það var fyrir rúmu ári sem Björg og Stefanía kynntust á Zoom-fundi í Perlunni og ákváðu að vinna saman að þýðingum á efni sem þeim finnst mikilvægt að Íslendingar hafi möguleika á að kynna sér. Þegar þær loks luku við vinnslu bókarinnar fannst þeim mikilvægt að hún yrði aðgengileg öllum til lestrar og geta áhugasamir því hlaðið niður bókinni í pdf formi. Vefsíðan er matrixheimur.podia.com.
 
Margir misstu heimili sín í bankahruninu árið 2008 og nokkrum árum síðar vegna greiðsluerfiðleika eða af öðrum ástæðum. 
 
Í bókinni er meðal annars útskýrt hvaðan peningarnir koma sem bankar lána fólki. Eru allir skilmálar samninganna útskýrðir og heiðarlegir? Eru vextir, gjöld og vísitala lögmæt á lánin? Hvað er það sem bankar leyna við gerð lánasamninga? 

Hvernig geta bankastjórar sem fá peninga frá öðrum sett reglugerðir yfir ráðstöfunarrétt á peningum sem þeir eiga ekkert í? 

Þetta eru meðal þeirra spurninga sem svarað er í bókinni.

Skildu eftir skilaboð