Um 50 einkaþotur munu lenda á Reykjavíkurflugvelli fyrir leiðtogafundinn

frettinInnlent, StjórnmálLeave a Comment

Um það bil 50 einkaþotur munu lenda á Reykjavíkurflugvelli meðan á leiðtogafundi Evrópuráðsins stendur sem fer fram dagana 16.-17. maí nk.

Þetta er í fjórða sinn í 74 ára sögu stofnunarinnar sem leiðtogar aðildarríkja koma saman undir merkjum ráðsins. Á fundinum verða grundvallargildi Evrópuráðsins áréttuð svo og stuðningur ráðsins við Úkraínu. Lögð verður áhersla á að styrkja starf Evrópuráðsins með grunngildi stofnunarinnar, mannréttindi, lýðræði og réttarríki, að leiðarljósi.

Forsætisráðherra og utanríkisráðherra Íslands eru gestgjafar fundarins en auk aðildarríkja Evrópuráðsins er fulltrúum ESB, Sameinuðu þjóðanna og ÖSE ásamt fleirum boðið að ávarpa fundinn. Þetta kemur fram á síðu Stjórnarráðsins.

Mikið álag verður á Reykjavíkurflugvelli

Framkvæmdarstjóri fyrirtækisins Reykjavík FBE, sem þjónustar einkaþotur á Reykjavíkurflugvelli, segir að aldrei hafi svo mikill fjöldi af einkaþotum verið á vellinum.

„Það er töluverð aukning í þessum geira, eins og öðrum geirum í þessum bransa,“ sagði Guðmundur Þengill Vilhelmsson, framkvæmdarstjóri fyrirtækisins, í Morgunútvarpinu á Rás 2 í morgun.

„Aftur á móti verður önnur flugumferð alla jafna ekki til staðar á vellinum á meðan þessu stendur yfir,“ segir Guðmundur.„Reykjavíkurflugvöllur verður í smá hvíld. Innanlandsflugi verður haldið uppi en allt annað einkaflug mun liggja niðri.“

Um helmingur vélanna sem flytja þjóðarleiðtoga til landsins verður lagt á Reykjavíkurflugvelli. Hinum helmingnum, um 20 einkaþotum, verður flogið frá Reykjavík til Keflavíkur, þar sem þoturnar fá stæði, sagði Guðmundur í morgun.

Skildu eftir skilaboð