Þriðja hvert barn sem finnur fyrir kynáttunarvanda er með einhverfu

frettinHelga Dögg Sverrisdóttir, KynjamálLeave a Comment

Eftir Helgu Dögg Sverrisdóttur kennara:

Þriðja hvert barn sem finnur fyrir kynáttunarvanda er einhverft og það er vandamál.

Þetta kemur fram í fjölmiðli í Danmörku. Hér þegja allir fjölmiðlar, miðla ekki fréttum frá útlandinu.

Frá 2016-2022 voru um 1300 börn og ungmenni greind með kynáttunarvanda á Kynstofunni Klinik í Danmörku. Af þeim voru 341 send í hormónameðferð. En þróunin hefur ýtt við heilbrigðiskerfinu og þeir fara varlega í dag. Um þriðjungur af öllum börnum og ungmennum sem voru í rannsókn var vísað í hormónameðferð 2019 og 2020 en aðeins sex prósent 2022.

Samkvæmt kynningarefni kynstofunnar Klinik vita þeir um níu börn og ungmenni sem hafa séð eftir að byrja hormónameðferð, en þeir hafa ekki yfirsýn hve margir hafa séð eftir meðferðinni. Um leið skrifar kynstofan að maður hafi ekki sannanir fyrir að meðhöndlun virki [feitl.HDS], og það sé vandamál. Spyrja má hvort það sé læknisfræðilega ábyrgt að meðhöndla börn og ungmenni með hormónum við ónotum á kynþroskaskeiðinu vegna vöntunar á þekkingu.

Orðalag í kynningarefninu er áhugavert segir Morten Bangsgaars sem er varaformaður í „Center for Familieudvikling“ og fyrrverandi meðlimur í Siðaráði Danmerkur.

„Mér finnst það gefa tilefni til að við skoðum hvernig við getum verndað hluta af þessum börnum og ungmennum sem eru á viðkvæmu tímabili í lífi þeirra. Fyrir rúmu ári síðan fjarlægðu menn kynáttunarvanda sem andlega greiningu. Ég hugsa stundum að við höfum gert þeim bjarnargreiða. Maður getur endurskoðað ákvörðunina til að fá greininguna inn aftur til að tryggja að þau fái rétta meðferð” segir hann.

Yfirlæknir og fyrrverandi formaður Siðaráðs Danmerkur, Gorm Greisen, hefur líka séð gögnin og tekur fyrst og fremst eftir orðalagi um að ekki liggi fyrir sönnunargögn um meðferðina.”

Lesa má nánar um málið hér.

Skildu eftir skilaboð