12 ára bandarísk fótboltastelpa fór í hjartastopp á æfingu

ThordisErlent, Íþróttir1 Comment

Tólf ára gömul fótboltastelpa, Pyper Midkiff, frá Arizona í Bandaríkjunum fór í hjartastopp á leikvellinum 27. apríl sl. og liggur enn á sjúkrahúsi.

„Eitt af þessu sem mun aldrei henta þig, ekki satt? Ég meina, heilbrigt 12 ára barn...heilbrigt 12 ára barn með engin einkenni sem á heilbrigða foreldra. Ég hef verið þjálfari í 28 ár Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt gerast. Ég er sjúkraþjálfari og hélt að versta tilfellið væri fótbrot," sagði Matt Midkiff, faðir Pyper.

Faðirinn segir að stuðningurinn og öll skilaboðin sem þau hafa fengið undanfarið hafi verið kærkomin truflun til að koma þeim í gegnum síðustu þrjá sólarhringa. Á fjórða sólarhring fékk fjölskyldan gleðilegar fréttir - Pyper vaknaði í fyrsta skipti.

Faðir hennar segir að þau muni líklega vera á Phoenix barnaspítalanum í margar vikur þar sem dóttir þeirra heldur áfram að jafna sig.

Pyper hafði verið í 20 mínútur á fótboltaæfingu þegar hún fór í hjartastopp og hneig niður. Læknar eru að gera rannsóknir á henni en vita ekki nákvæmlega hvers vegna þetta gerðist.

„Hún var sett í kælandi meðferð, eins og gert var við NFL leikmanninn Damar Hamlin og Christian Eriksen knattspyrnumann þegar þeir fóru í hjartastopp, til að reyna að halda heilanum, lifur, nýrum og hjarta eðlilegu og lágmarka vefjaskemmdir eins og mögulegt er,“ sagði faðir hennar.

Nánar má lesa um málið hér.

One Comment on “12 ára bandarísk fótboltastelpa fór í hjartastopp á æfingu”

Skildu eftir skilaboð