Forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna hættir störfum

frettinErlent1 Comment

Forstjóri Sóttvarnastofunar Bandaríkjanna (CDC), Rochelle Walensky, tilkynnti í dag föstudag, að hún ætli að hætta störfum.

Walensky gaf ekki upp neina sérstaka ástæðu fyrir uppsögn sinni, en benti á í bréfi til Joe Biden forseta að Bandaríkin væru að fella niður allar neyðaraðgerðir vegna Covid-19. Hvíta húsið hefur sent frá sér tilkynningu um málið.

Uppsögn Walensky mun taka gildi 30. júní og hefur enginn eftirmaður verið nefndur enn sem komið er. Hún sendi Joe Biden forseta uppsagnarbréf sitt og upplýsti starfsfólk CDC á fundi.

Í bréfinu til forsetans lýsti Walensky „blendnum tilfinningum“ sínum varðandi ákvörðunina og sagði að Bandaríkin væru að ganga í gegnum umbreytingar þar sem neyðarástandi hefur verið aflýst. Þó hún hafi ekki sagt hver ástæða uppsagnarinnar væri, sagði Walensky að hún hafi aldrei verið eins stolt af neinu öðru sem hún hefur tekið sér fyrir hendur á starfsferli sínum.

Walensky tók við stöðu forstjóra CDC snemma árs 2021 þegar Bandaríkin voru að hefja Covid bólusetningarherferð sína. Hún viðurkenndi í ágúst 2022 að viðbrögð CDC við heimsfaraldrinum hafi verið ófullnægjandi og hófst handa við að endurskipuleggja stofnunina.

Samkvæmt kvörtun sem Lisa McGee lagði fram hjá Vaxxchoice, sór Walensky aldrei embættiseið sem skyldi þegar hún var skipuð í stöðuna og undirrituð yfirlýsing hennar segir ekki sð hún forstjóri CDC heldur háttsettur ráðgjafi.

CNBC.

One Comment on “Forstjóri Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna hættir störfum”

  1. Eins og venjan er þá býður starf handa henni hjá einherjum af lyfjarisunum líklegast þó Pfizer… nei ekkert samsæri hérna just pure business. Þessi heimur er virkilega ógeðslegur.

Skildu eftir skilaboð