Woke hugmyndafræðin ógnar vestrænni menningu – ræða James Lindsey á Evrópuþinginu

frettinIngibjörg Gísladóttir, Stjórnmál, Woke1 Comment

Nýlega hélt rithöfundurinn og samfélagsrýnirinn James Lindsey ræðu á Evrópuþinginu um að woke hugmyndafræðin ógnaði vestrænni menningu. Hann sagði í upphafi ræðu sinnar að woke væri maóismi (marx-leninismi) með kínverskum einkennum.  Síðar í ræðunni segir hann að World Economic Forum og Sameinuðu þjóðirnar hefðu tekið þá stefnu upp á arma sér (stakeholder capitalism) og að eftir 2030 sé okkur Vesturlandabúum ætlað að vera alheimsborgarar og styðja öll 17 markmið SÞ sem sett eru fram í hinni nýju sósíalísku Áætlun 2030. Í henni sé ekki minnst á réttindi borgarana – aðeins skyldur – okkur sé ætlað að vera í sömu stöðu og kínverskir borgarar nú - þar sé fyrirmyndin - framtíð án frelsis til tjáningar eða athafna.

Guðfræðingurinn Marx

Marx, segir hann að hafi fyrst og fremst verið guðfræðingur, ekki bara efnahagsfræðingur. Hann hafi viljað skapa trúarbrögð sem gerðu Manninum kleift að finna sitt rétta eðli sem félagsleg vera. Hann hafi fjallað svo mikið um stéttaskiptingu og auðvald af því að borgaralegt skipulag snúist um eignir og aðskilji þá sem eiga og þá sem eiga ekki neitt. Hann hafi viljað vekja alþýðuna svo hún myndi krefjast endurbóta á samfélaginu – krefjast jöfnuðar.

Allsherjar jöfnuðar krafist

Í nútímanum er ekki aðeins krafist efnahagslegs jöfnuðar, heldur einnig félags- og menningarlegs. Afnema skal hvítleik því hvít yfirburðahyggja sé nú óvinurinn fremur en kapítalisminn. Menn geta verið hvítir, næstum því hvítir eða hegðað sér eins og hvítir samkvæmt bandarískum skilgreiningum. Cheryl Harris skrifaði um „Whiteness as property“ í bók sinni árið 1993. Hugmyndin byggist á þeirri trú að hvítt fólk stjórni heiminum, en að það fólk sem hefur ekki hvítleik búi við kerfisbundinn rasisma.

Upphaf woke-ismans

James er Bandaríkjamaður og segir að upphaf woke-ismans sé að leita í Evrópu, hjá höfundum eins og Antonio Gramsci og George Lucasz (sem lögðu grunninn að því sem kallað er menningarmarxismi) en komið til BNA eftir seinna stríðið með Frankfurtskólanum og þar hafi orðið virkniaukning á þessum vírus (líkt og á C-19 í Wuhan) og hann smitast yfir í háskólana. Menn sáu að marxisminn skilaði launamönnum ekki neinu og því hafi þurft að finna nýjan hóp byltingarmanna. Saminn var friður við fyrirtækjaeigendur því byltingarandann væri að finna hjá minnihlutahópunum: lituðum; þeim sem hefðu aðra kynvitund en fjöldinn; femínistunum og öðrum sem teldu sig utangarðs.

Menningin yfirtekin

Í stað þess að taka yfir verksmiðjurnar þá hafi menn tekið yfir menninguna og hugtök eins og menningarnám og sjálfsmyndarpólitíkin hafi tekið völdin. James vill meina að hópar undirskipaðir woke-marxísku hugmyndafræði líti á sig sem þjóðir. LGBTQ sé t.d. einn slíkur hópur. Þeir hafi jú fána og planti þeim alls staðar sem væru þeir nýlenduherrar en krefjist nafnframt aðskilnaðar frá vestrænni menningu því „hinsegin“ sé andstæðan við „eðlileg“ og gagnkynhneigðir hafi vald til að skilgreina hvað sé eðlilegt og hvað ekki.

Margar tegundir marxisma

Líkt og af kattaætt eru margar tegundir katta þá séu margar tegundir undirskipaðar marxismanum. Klassískur marxismi sé einn þeirra, en einnig róttækur femínismi, gagnrýnin kynþáttakenning, hinsegin- og eftirlendufræði. Samkvæmt eftirlendufræðunum þá kúga Vesturlönd aðrar þjóðir og því ber að hafna vestrænni menningu, jafnvel í evrópskum löndum. Í Bretlandi er Shakespeare ekki einu sinni öruggur í sessi.

Sjálfsmyndarpólitík Maó

Maó kunni að nýta sér sjálfsmyndarpólitíkina, segir James. Hann bjó til tíu sjálfsmyndarhópa í Kína, fimm rauða fyrir kommúnista og fimm svarta fyrir fasista. Væru menn í vondum hópi þá lentu börn þeirra þar líka og því leiddi æskan byltinguna í Kína í gegnum innrætingu í skólunum. Í BNA sé börnum sagt að hvítt fólk sé illt í eðli sínu, það kúgi aðra og skaði aðra kynþætti með tilveru sinni – en ef hvítir gerist „hinsegin“ (innrætingin byrji gjarnan um 7 ára aldur) þá fái þeir jákvæða stöðu og gegnum skólana sé þannig hægt að skapa her minnihlutahópa.

Markmiðið sé að eyðileggja menningu Vesturlanda innan frá með aðferðum Maóistanna og Evrópa sé í hættu. James segir að Maó hafi beitt þeirri tækni að skapa fyrst þörf fyrir samstöðu en gagnrýna svo menn fyrir að hafa rangar hugmyndir sem kallaði á endurmenntun og skapa eftir það nýja tegund samstöðu. Menn noti önnur hugtök á Vesturlöndum, hér geti menn t.d. þurft endurmenntun sakir rasískra hugmynda sem við myndum kalla „samfélag fyrir alla“ en Maó hafi kallað það að sósíalískum aga verði komið á.

Þekktu óvininn

Annars vegar beiti marxistar tempruðu ofbeldi, segir hann. Þeir ögri og menn gefi eftir til að halda friðinn. Það sé það sem gerst hafi í Evrópu. Hins vegar gætu menn gripið til varna og gengið of langt í því og þá verði þeim núið því um nasir að eilífu. Menn þurfa að standa fastir á sínu – en af skynsemi. Menn þurfi að sjá við marxistunum en til þess þurfi þeir að skilja vandamálið. Lokaorð James Lindsey eru að hann hafi komið til að birta mönnum hið rétta nafn óvinarins.

Ræðuna má sjá hér neðar:

One Comment on “Woke hugmyndafræðin ógnar vestrænni menningu – ræða James Lindsey á Evrópuþinginu”

  1. Ekkert samfélag lifir lengi í velmegun ef WOKE-klikkunin nær yfirhöndinni.

Skildu eftir skilaboð