Texas hyggst gefa út gulltryggðan stafrænan gjaldmiðil

frettinErlent, FjármálLeave a Comment

Texas-ríki í Bandaríkjunum er skrefi nær því að gefa út stafrænan gjaldmiðil sem er að fullu tryggður með gulli.

Frumvarp varðandi málið var kynnt í neðri deild þingsins í ríkinu þann 10. mars af þingmanninum Mark Dorazio. Það hefur þegar fengið stuðning 43 þingmanna og var tekið fyrir á formlegum fundi á þriðjudag. Opinberar umræður fara fram á mánudag.

Frumvarpið myndi krefjast þess að Texas gæfi út stafrænan gulltryggðan gjaldmiðil sem auðvelt væri að skipta með, auk þess að heimila ríkinu að fá einkafyrirtæki til að framkvæma þetta.

Með stofnun nýja gjaldmiðilsins yrði ríkinu gert að eiga ákveðið magni af gulli og mun magnið jafngilda því sem þarf til að innleysa útgefinn stafrænan miðil.

Frumvarpið myndi heimila ríkinu að innheimta gjald fyrir útgáfu eða innlausn stafræna miðilsins á gengi sem nauðsynlegt er til að standa straum af umsýslu- og geymslukostnaði.

beincrypto

Skildu eftir skilaboð